112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. mars 2020 18:45 Það var fámennt á götum New York í dag. AP/Craig Ruttle Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Bein útsending: Loftslagsdagurinn Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Tæplega hundrað nemenda saknað Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Tala látinna hækkar á Filippseyjum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Bein útsending: Loftslagsdagurinn Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Tæplega hundrað nemenda saknað Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Tala látinna hækkar á Filippseyjum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira