112.000 smitaðir í Bandaríkjunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. mars 2020 18:45 Það var fámennt á götum New York í dag. AP/Craig Ruttle Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Væta með köflum og dregur úr vindi Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira
Faraldurinn í Bandaríkjunum er að taka á sig sína verstu mynd en fleiri en hundrað þúsund hafa smitast af kórónuveirunni og um átján hundruð eru látnir. Ástandið er einna verst í New York. „Við höfum misst margt fólk. Þetta hefur verið þungt högg nú þegar. Við höfum einnig séð svo mörg dæmi um hetjuskap, sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki okkar í framlínunni,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar. Flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Bandaríkjunum eða rúmlega hundrað og fjögur þúsund og af þeim eru fjörutíu og fimm þúsund í New York.De Blasio segir að það ástand sem nú ríki eigi enn eftir að versna og að alvarlegur skortur á heilbrigðis- og lækningatækjum sem og heilbrigðisstarfsfólki sé yfirvofandi.„Ég hef beðið um hjálp við að fá fleira heilbrigðisstarfsfólk eins fljótt og auðið er, frá hernum um allt land, frá borgaralega geiranum um allt land. Við höfum tekið það skýrt fram að við munum virkja alla í heilbrigðisþjónustunni í New York-borg en við þurfum utanaðkomandi hjálp,“ sagði De Blasio Í New York, líkt og annarsstaðar í heiminum hefur stórlega dregið úr því að fólk komi saman og götur og torg gott sem auðar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti í gær stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar þar í landi þar sem tvö þúsund milljörðum verði dælt inn í efnahagslífið. Þá verður hundrað og fimmtíu milljónum komið til bandarískra heimila. Trump ræddi viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við faraldrinum á blaðamannafundi í nótt. Trump hefur látið hafa eftir sér að hann vilji slaka á samkomubanni.„Við viljum fletja út kúrfuna. Við viljum að minnsta kosti sjá kúrfuna byrja að fara niður í hina áttina. Og við verðum að tala um þau svæði landsins sem eru ekki sýkt eða þar sem áhrifin eru mjög lítil. Við sjáum til,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Væta með köflum og dregur úr vindi Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira