Lífsnauðsynlegt að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum: 34% smitaðra á dvalarheimili í Washington létust Andri Eysteinsson skrifar 29. mars 2020 10:18 Frá hjúkrunarheimili í King County í Washington Getty/David Ryder Þriðjungur þeirra heimilismanna sem smituðust af kórónuveirunni á hjúkrunarheimili í Washington-ríki Bandaríkjanna létust af völdum veirunnar og var dánartíðni vegna hennar á meðal íbúa því 33,7% samkvæmt niðurstöðu samantektar sem birt hefur verið í the New England Journal of Medicine (NEJM). Jón Snædal öldrunarlæknir á Landspítalanum deilir greininni á Facebook-síðu sinni og segir niðurstöðurnar frá Washington sýna að lífsnauðsynlegt sé að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimilið sem um ræðir er staðsett í King County í Washington í Bandaríkjunum en kórónuveirunnar varð fyrst vart í ríkinu 21. janúar síðastliðinn eftir að veiran greindist í manni sem var á leið heim frá Wuhan í Kína. Fyrstu dauðsföllin áttu sér einnig stað í Washington 29. Febrúar. Á hjúkrunarheimilinu, sem er viðfangsefni greinarinnar sem birt var á vef NEJM, komu upp 167 tilfelli kórónuveirunnar. 101 tilfelli greindist í heimilismönnum, 50 í starfsfólki hjúkrunarheimilisins og sextán gestir smituðust af veirunni. Meðalaldur heimilismanna sem greindist með veiruna var 83 ár en íbúar voru á aldrinum 51-100 ára gamlir. 34 létust af völdum kórónuveirunnar en meirihluti íbúa glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega helmingur smitaðra (54%) var lagður inn á sjúkrahús. Úr röðum starfsfólks heimilisins var meðalaldurinn 43,5 ár og voru starfsmenn á aldrinum 21-79 ára gamlir, enginn lést af völdum kórónuveirunnar en hið minnsta þrír voru lagðir inn á sjúkrahús. Einn af þeim sextán gestum sem smituðust af veirunni er nú látinn, en átta gestir voru lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore hafa nú tæplega 125 þúsund tilfelli kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Þriðjungur þeirra heimilismanna sem smituðust af kórónuveirunni á hjúkrunarheimili í Washington-ríki Bandaríkjanna létust af völdum veirunnar og var dánartíðni vegna hennar á meðal íbúa því 33,7% samkvæmt niðurstöðu samantektar sem birt hefur verið í the New England Journal of Medicine (NEJM). Jón Snædal öldrunarlæknir á Landspítalanum deilir greininni á Facebook-síðu sinni og segir niðurstöðurnar frá Washington sýna að lífsnauðsynlegt sé að koma í veg fyrir smit á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimilið sem um ræðir er staðsett í King County í Washington í Bandaríkjunum en kórónuveirunnar varð fyrst vart í ríkinu 21. janúar síðastliðinn eftir að veiran greindist í manni sem var á leið heim frá Wuhan í Kína. Fyrstu dauðsföllin áttu sér einnig stað í Washington 29. Febrúar. Á hjúkrunarheimilinu, sem er viðfangsefni greinarinnar sem birt var á vef NEJM, komu upp 167 tilfelli kórónuveirunnar. 101 tilfelli greindist í heimilismönnum, 50 í starfsfólki hjúkrunarheimilisins og sextán gestir smituðust af veirunni. Meðalaldur heimilismanna sem greindist með veiruna var 83 ár en íbúar voru á aldrinum 51-100 ára gamlir. 34 létust af völdum kórónuveirunnar en meirihluti íbúa glímdi við undirliggjandi sjúkdóma. Rúmlega helmingur smitaðra (54%) var lagður inn á sjúkrahús. Úr röðum starfsfólks heimilisins var meðalaldurinn 43,5 ár og voru starfsmenn á aldrinum 21-79 ára gamlir, enginn lést af völdum kórónuveirunnar en hið minnsta þrír voru lagðir inn á sjúkrahús. Einn af þeim sextán gestum sem smituðust af veirunni er nú látinn, en átta gestir voru lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore hafa nú tæplega 125 þúsund tilfelli kórónuveirunnar greinst í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira