Við erum öll almannavarnir - við erum öllum barnavernd Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. mars 2020 07:00 Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Barnavernd Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun