Við erum öll almannavarnir - við erum öllum barnavernd Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. mars 2020 07:00 Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Barnavernd Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun