Kapítalisti í sauðagæru? Felix Rafn Felixson skrifar 30. mars 2020 13:30 Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar