Þjálfari og liðsfélagar „dissuðu“ ákvörðun Ástu um að fara heim Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 23:00 Ásta Júlía Grímsdóttir ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir kveðst afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa ýtt á eftir því að hún legði af stað frá Bandaríkjunum til Íslands áður en samgöngur fóru enn meira úr skorðum vegna kórónuveirunnar. Ásta Júlía fór í Houston Baptist háskólann síðasta haust og lék körfubolta fyrir hans hönd í vetur eftir að hafa orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Val í fyrra. Hún segir forráðamenn skólans hafa verið lengi að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar og er fegin að vera komin til fjölskyldu sinnar á Íslandi, eftir skrautlegt ferðalag heim. „Þetta var búið að vera í gangi mun lengur á Íslandi en ekki komið upp í Bandaríkjunum alveg strax. Skólinn minn var voða rólegur með þetta allt. Rétt fyrir „spring break“ heyrir mamma mín í mér og spyr hvort ég fari ekki að koma heim, en ég var alveg „af hverju ætti ég að koma heim? Það er ekkert í gangi hér.“ En eftir vorfríið byrjuðu fleiri skólar að flytja sig alveg „online“ og þá ákvað skólinn minn að gera það í tvær vikur og skoða svo málið,“ sagði Ásta Júlía í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Klippa: Sportið í dag: Ásta Júlía um ferðalag sitt frá BNA til Íslands „Maður getur ekkert ákveðið að fara heim í lok mars því að þá eru öll flug hætt og svona, svo mamma var með miklar áhyggjur af að ég myndi bara festast í Bandaríkjunum,“ sagði Ásta Júlía, en hvernig tók skólinn því að hún hygðist fara heim? „Ég flýg af stað heim á miðvikudegi en á mánudeginum talar mamma við þjálfarann og tekur einhvern veginn þessa ákvörðun fyrir mig, að kaupa flug og að ég fari heim. Þá var þjálfarinn minn bara: „Þetta er rugl. Þú ert að fara að koma hingað aftur eftir tvær vikur. Ef að þú ert tilbúin að eyða þessum peningum þá er það bara allt í lagi fyrir þig.“ Hún var rosa mikið að dissa þessa ákvörðun hjá mér að fara heim, og allar í liðinu mínu líka sem eru frá Evrópu og Ástralíu. Daginn eftir sendir svo þjálfarinn á alla foreldra um að kaupa flug strax því allt væri að loka. Þetta breyttist bara með hverjum degi,“ sagði Ásta Júlía. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Bandaríski háskólakörfuboltinn Sportið í dag Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira