Finnar herða reglur um samkomubann en Danir opna á að losað verði um þær eftir páska Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2020 06:38 Finnsk yfirvöld hafa lokað Nyland, landsvæði þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. EPA Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent