Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2020 11:30 Sameiginlegt verkefni okkar allra. Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. Ráðist hefur verið í ýmsar bráðaaðgerðir á borð við að lengja opnun neyðarskýla og auka eftirfylgd við einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Auk þess hefur verið ráðist í breytingu á þjónustu til að tryggja smitvarnir starfsmanna og gesta; t.d með leigu á viðbótarhúsnæði. Stefna borgarinnar í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir leggur grunn að nauðsynlegri uppbyggingu í þágu heimilislausra í borginni. Stefnan er að mæta þörfum notenda hverju sinni, minnka skaðann og vinna samkvæmt hugmyndafræðinni „húsnæðið fyrst“. Reykjavíkurborg sinnir margvíslegri þjónustu fyrir einstaklinga með miklar þjónustuþarfir og er einnig í góðu samstarfi við Frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins. Frá því að ný stefna var samþykkt síðastliðið haust hefur nýtt sérhæft gistiskýli fyrir karla verði opnað auk heimilis fyrir konur sem glíma við fíkn og geðrænan vanda. Íbúðum í „húsnæðið fyrst“ hefur fjölgað um 11 og fest hafa verið kaup á 20 smáhýsum sem verða víðsvegar um borgina. Aukin uppbygging hefur þegar skilað sér en biðlistar eftir sértæku húsnæði fyrir heimilislausa hafa styst um þriðjung frá sama tíma í fyrra. Samhliða mikilli uppbyggingu og aukningu í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins er nauðsynlegt að vinna áfram gegn fordómum og viðurkenna mannréttindi einstaklinga í jaðarsettri stöðu. Einungis þannig getum við tryggt skilyrðislausan rétt til þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða fyrir notendur þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og dregur úr kostnaði samfélagsins. Það er gleðiefni að við sem samfélag höfum sammælst um það að aðstoða fólk með fíknvanda og veita aðstoð og þjónustu í stað þess að refsa. Við þurfum að halda áfram að byggja upp þjónustu í öllum hverfum í anda skaðaminnkandi nálgunar og „húsnæðið fyrst“-hugmyndafræðinnar. Þannig getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Það er mín einlæga ósk að við sem samfélag vinnum sameiginlega að því að sú verði raunin. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sinna þessarri mikilvægu velferðarþjónustu á mjög krefjandi tímum. Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sameiginlegt verkefni okkar allra. Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. Ráðist hefur verið í ýmsar bráðaaðgerðir á borð við að lengja opnun neyðarskýla og auka eftirfylgd við einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Auk þess hefur verið ráðist í breytingu á þjónustu til að tryggja smitvarnir starfsmanna og gesta; t.d með leigu á viðbótarhúsnæði. Stefna borgarinnar í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir leggur grunn að nauðsynlegri uppbyggingu í þágu heimilislausra í borginni. Stefnan er að mæta þörfum notenda hverju sinni, minnka skaðann og vinna samkvæmt hugmyndafræðinni „húsnæðið fyrst“. Reykjavíkurborg sinnir margvíslegri þjónustu fyrir einstaklinga með miklar þjónustuþarfir og er einnig í góðu samstarfi við Frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins. Frá því að ný stefna var samþykkt síðastliðið haust hefur nýtt sérhæft gistiskýli fyrir karla verði opnað auk heimilis fyrir konur sem glíma við fíkn og geðrænan vanda. Íbúðum í „húsnæðið fyrst“ hefur fjölgað um 11 og fest hafa verið kaup á 20 smáhýsum sem verða víðsvegar um borgina. Aukin uppbygging hefur þegar skilað sér en biðlistar eftir sértæku húsnæði fyrir heimilislausa hafa styst um þriðjung frá sama tíma í fyrra. Samhliða mikilli uppbyggingu og aukningu í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins er nauðsynlegt að vinna áfram gegn fordómum og viðurkenna mannréttindi einstaklinga í jaðarsettri stöðu. Einungis þannig getum við tryggt skilyrðislausan rétt til þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða fyrir notendur þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og dregur úr kostnaði samfélagsins. Það er gleðiefni að við sem samfélag höfum sammælst um það að aðstoða fólk með fíknvanda og veita aðstoð og þjónustu í stað þess að refsa. Við þurfum að halda áfram að byggja upp þjónustu í öllum hverfum í anda skaðaminnkandi nálgunar og „húsnæðið fyrst“-hugmyndafræðinnar. Þannig getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Það er mín einlæga ósk að við sem samfélag vinnum sameiginlega að því að sú verði raunin. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sinna þessarri mikilvægu velferðarþjónustu á mjög krefjandi tímum. Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar