Frændi Klay Thompson átti hugmyndina af upptökunum fyrir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 12:00 Michael Jordan var stæsta íþróttastjarna heims á hápunkti sínum með liði Chicago Bulls á tíunda áratugnum en hann vann sex meistaratitla með liðinu frá 1991 til 1998. Getty/Ken Levine Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi. NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi.
NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira