Ósannindum þjóðarleiðtoga um veiruna eytt af samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 12:28 Bolsonaro Brasilíuforseti hefur ítrekað grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Myndband sem hann birti á Facebook og Instagram þar sem hann talaði um að lyf virkaði fullkomlega gegn veirunni var fjarlægt. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. Myndbandi Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, um að malaríulyfið hydroxychloroquine virki algerlega sem meðferð við veirunni var eytt af Facebook og Twitter fjarlægði tíst Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um heimilisráð fyrir henni. Bæði fyrirtæki eru undir þrýstingi að grisja út ósannindi um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Twitter uppfærði reglur sínar um rangfærslur sem tengjast heilbrigðismálum og Facebook segist ætla að fjarlægja færslur sem geta valdið fólki líkamlegum skaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í þann flokk setti Facebook myndband Bolsonaro Brasilíuforseta. Í því sást forsetinn ræða við fólk á förnum vegi í Taguatinga. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt landsmenn til þess að hunsa fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að engin lyfjameðferð hafi sannað gildi sitt gegn kórónuveirunni þó að ákveðnir lyfjakokteilar virðist geta hjálpað til gegn henni. Hydroxychloroquine og tengda efnið chloroquine séu tilraunalyf með ósannaða virkni gegn veirunni. Engu að síður hefur bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) samþykkt að nota lyfin í neyðarúrræðum fyrir sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað lyfið í hástert, áður en FDA samþykkti það til notkunar. Tísti persónulegs lögmanns hans, Rudys Guiliani, um að lyfið væri „100% árangursríkt“ gegn veirunni var eytt á dögunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Venesúela Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. Myndbandi Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, um að malaríulyfið hydroxychloroquine virki algerlega sem meðferð við veirunni var eytt af Facebook og Twitter fjarlægði tíst Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um heimilisráð fyrir henni. Bæði fyrirtæki eru undir þrýstingi að grisja út ósannindi um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Twitter uppfærði reglur sínar um rangfærslur sem tengjast heilbrigðismálum og Facebook segist ætla að fjarlægja færslur sem geta valdið fólki líkamlegum skaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í þann flokk setti Facebook myndband Bolsonaro Brasilíuforseta. Í því sást forsetinn ræða við fólk á förnum vegi í Taguatinga. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt landsmenn til þess að hunsa fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að engin lyfjameðferð hafi sannað gildi sitt gegn kórónuveirunni þó að ákveðnir lyfjakokteilar virðist geta hjálpað til gegn henni. Hydroxychloroquine og tengda efnið chloroquine séu tilraunalyf með ósannaða virkni gegn veirunni. Engu að síður hefur bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) samþykkt að nota lyfin í neyðarúrræðum fyrir sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað lyfið í hástert, áður en FDA samþykkti það til notkunar. Tísti persónulegs lögmanns hans, Rudys Guiliani, um að lyfið væri „100% árangursríkt“ gegn veirunni var eytt á dögunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Venesúela Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00