Ósannindum þjóðarleiðtoga um veiruna eytt af samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 12:28 Bolsonaro Brasilíuforseti hefur ítrekað grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Myndband sem hann birti á Facebook og Instagram þar sem hann talaði um að lyf virkaði fullkomlega gegn veirunni var fjarlægt. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. Myndbandi Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, um að malaríulyfið hydroxychloroquine virki algerlega sem meðferð við veirunni var eytt af Facebook og Twitter fjarlægði tíst Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um heimilisráð fyrir henni. Bæði fyrirtæki eru undir þrýstingi að grisja út ósannindi um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Twitter uppfærði reglur sínar um rangfærslur sem tengjast heilbrigðismálum og Facebook segist ætla að fjarlægja færslur sem geta valdið fólki líkamlegum skaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í þann flokk setti Facebook myndband Bolsonaro Brasilíuforseta. Í því sást forsetinn ræða við fólk á förnum vegi í Taguatinga. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt landsmenn til þess að hunsa fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að engin lyfjameðferð hafi sannað gildi sitt gegn kórónuveirunni þó að ákveðnir lyfjakokteilar virðist geta hjálpað til gegn henni. Hydroxychloroquine og tengda efnið chloroquine séu tilraunalyf með ósannaða virkni gegn veirunni. Engu að síður hefur bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) samþykkt að nota lyfin í neyðarúrræðum fyrir sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað lyfið í hástert, áður en FDA samþykkti það til notkunar. Tísti persónulegs lögmanns hans, Rudys Guiliani, um að lyfið væri „100% árangursríkt“ gegn veirunni var eytt á dögunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Venesúela Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. Myndbandi Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, um að malaríulyfið hydroxychloroquine virki algerlega sem meðferð við veirunni var eytt af Facebook og Twitter fjarlægði tíst Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um heimilisráð fyrir henni. Bæði fyrirtæki eru undir þrýstingi að grisja út ósannindi um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Twitter uppfærði reglur sínar um rangfærslur sem tengjast heilbrigðismálum og Facebook segist ætla að fjarlægja færslur sem geta valdið fólki líkamlegum skaða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í þann flokk setti Facebook myndband Bolsonaro Brasilíuforseta. Í því sást forsetinn ræða við fólk á förnum vegi í Taguatinga. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt landsmenn til þess að hunsa fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda sem eiga að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að engin lyfjameðferð hafi sannað gildi sitt gegn kórónuveirunni þó að ákveðnir lyfjakokteilar virðist geta hjálpað til gegn henni. Hydroxychloroquine og tengda efnið chloroquine séu tilraunalyf með ósannaða virkni gegn veirunni. Engu að síður hefur bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) samþykkt að nota lyfin í neyðarúrræðum fyrir sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað lyfið í hástert, áður en FDA samþykkti það til notkunar. Tísti persónulegs lögmanns hans, Rudys Guiliani, um að lyfið væri „100% árangursríkt“ gegn veirunni var eytt á dögunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Venesúela Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00