Arnar hélt hann væri hættur í þjálfun en Pepsi-mörkin kveiktu áhugann á ný Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 12:15 Arnar Gunnlaugsson gerði Víking að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. vísir/daníel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, hélt að hann myndi ekki snúa aftur í þjálfun eftir að hann hætti hjá ÍA um mitt sumar 2009. Hann segist hafa fengið smá leið á fótbolta en þátttaka í Pepsi-mörkunum sumarið 2016 hafi kveikt áhugann á ný. Arnar tók við ÍA, ásamt Bjarka tvíburabróður sínum, í annað sinn um mitt tímabil 2008. Þeim tókst ekki að bjarga Skagamönnum frá falli og þeir hættu svo á miðju tímabili 2009. „Ég var hálf partinn kominn með leið á fótbolta. Eftir samtöl við aðra leikmenn lenda þeir oft í því sama. Þeir verða þreyttir á fótbolta í 2-3 ár en leikurinn kallar alltaf aftur á þig,“ sagði Arnar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. „Ég var í Pepsi-mörkunum þetta sumar, 2016, og þá kynnistu leiknum upp á nýtt. Þú færð tilfinningu fyrir leiknum og langar að koma til baka. Svo hringdi Bjarni Guðjónsson, þáverandi þjálfari KR, í mig og bað mig um að gerast aðstoðarþjálfari. Ég stökk á það. Ég var svo feginn og þakklátur.“ Samstarf Arnars og Bjarna var stutt en hann hélt áfram sem aðstoðarþjálfari KR eftir að Willum Þór Þórsson tók við liðinu. „Hann vildi hafa mig áfram sem var frábært. Ég lærði hrikalega mikið af honum. Og þá var ekki aftur snúið. Ég byrjaði á þjálfaranámskeiðunum og þá er þetta mitt líf og verður mitt líf það sem eftir er.“ Fyrir tímabilið 2018 færði Arnar sig yfir til Víkings og gerðist aðstoðarmaður Loga Ólafssonar. Hann tók svo við Víkingi fyrir síðasta tímabil og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra. Það var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Arnar hélt hann myndi ekki þjálfa aftur Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn 20. apríl 2020 10:30 „Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. 20. apríl 2020 08:30 „Guðjón var gríðarlega langt á undan sinni samtíð“ Arnar Gunnlaugsson er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Guðjón Þórðarson hefur þjálfað og Arnar, sem sjálfur er orðinn þjálfari í dag, hrósar sínum gamla lærimeistara í hástert. 18. apríl 2020 10:45 Kári hjálpaði mjög mikið úr stúkunni í bikarúrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í fótbolta, fór ítarlega yfir bikarúrslitaleikinn við FH í fyrra þegar hann ræddi við Rikka G í Sportinu í kvöld. Kári Árnason hafði sín áhrif í sigri Víkinga þrátt fyrir að spila ekki. 17. apríl 2020 20:00 „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ 17. apríl 2020 17:00 Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. 17. apríl 2020 13:00 Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30 „Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. 17. apríl 2020 09:30 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, hélt að hann myndi ekki snúa aftur í þjálfun eftir að hann hætti hjá ÍA um mitt sumar 2009. Hann segist hafa fengið smá leið á fótbolta en þátttaka í Pepsi-mörkunum sumarið 2016 hafi kveikt áhugann á ný. Arnar tók við ÍA, ásamt Bjarka tvíburabróður sínum, í annað sinn um mitt tímabil 2008. Þeim tókst ekki að bjarga Skagamönnum frá falli og þeir hættu svo á miðju tímabili 2009. „Ég var hálf partinn kominn með leið á fótbolta. Eftir samtöl við aðra leikmenn lenda þeir oft í því sama. Þeir verða þreyttir á fótbolta í 2-3 ár en leikurinn kallar alltaf aftur á þig,“ sagði Arnar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. „Ég var í Pepsi-mörkunum þetta sumar, 2016, og þá kynnistu leiknum upp á nýtt. Þú færð tilfinningu fyrir leiknum og langar að koma til baka. Svo hringdi Bjarni Guðjónsson, þáverandi þjálfari KR, í mig og bað mig um að gerast aðstoðarþjálfari. Ég stökk á það. Ég var svo feginn og þakklátur.“ Samstarf Arnars og Bjarna var stutt en hann hélt áfram sem aðstoðarþjálfari KR eftir að Willum Þór Þórsson tók við liðinu. „Hann vildi hafa mig áfram sem var frábært. Ég lærði hrikalega mikið af honum. Og þá var ekki aftur snúið. Ég byrjaði á þjálfaranámskeiðunum og þá er þetta mitt líf og verður mitt líf það sem eftir er.“ Fyrir tímabilið 2018 færði Arnar sig yfir til Víkings og gerðist aðstoðarmaður Loga Ólafssonar. Hann tók svo við Víkingi fyrir síðasta tímabil og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra. Það var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Arnar hélt hann myndi ekki þjálfa aftur Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn 20. apríl 2020 10:30 „Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. 20. apríl 2020 08:30 „Guðjón var gríðarlega langt á undan sinni samtíð“ Arnar Gunnlaugsson er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Guðjón Þórðarson hefur þjálfað og Arnar, sem sjálfur er orðinn þjálfari í dag, hrósar sínum gamla lærimeistara í hástert. 18. apríl 2020 10:45 Kári hjálpaði mjög mikið úr stúkunni í bikarúrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í fótbolta, fór ítarlega yfir bikarúrslitaleikinn við FH í fyrra þegar hann ræddi við Rikka G í Sportinu í kvöld. Kári Árnason hafði sín áhrif í sigri Víkinga þrátt fyrir að spila ekki. 17. apríl 2020 20:00 „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ 17. apríl 2020 17:00 Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. 17. apríl 2020 13:00 Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30 „Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. 17. apríl 2020 09:30 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. 20. apríl 2020 08:30
„Guðjón var gríðarlega langt á undan sinni samtíð“ Arnar Gunnlaugsson er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Guðjón Þórðarson hefur þjálfað og Arnar, sem sjálfur er orðinn þjálfari í dag, hrósar sínum gamla lærimeistara í hástert. 18. apríl 2020 10:45
Kári hjálpaði mjög mikið úr stúkunni í bikarúrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í fótbolta, fór ítarlega yfir bikarúrslitaleikinn við FH í fyrra þegar hann ræddi við Rikka G í Sportinu í kvöld. Kári Árnason hafði sín áhrif í sigri Víkinga þrátt fyrir að spila ekki. 17. apríl 2020 20:00
„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ 17. apríl 2020 17:00
Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. 17. apríl 2020 13:00
Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30
„Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. 17. apríl 2020 09:30