Félagsbústaðir og uppgjörsfroðan í bókhaldi Reykjavíkur Vigdís Hauksdóttir skrifar 31. mars 2020 15:30 Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný er tekið undir athugasemdir mínar við reikningsskilareglur Félagsbústaða. Nú er það hæstaréttarlögmaður- og löggiltur endurskoðandi og nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd Reykjavíkur sem sér sig knúinn að senda erindi á borgarráð í varnaðarskyni. Áður hafði endurskoðunarnefndin tekið málið upp og falið formanni nefndarinnar að taka málið upp við sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur marg oft bent á óeðlilegt misgengi sé á uppgjörsreglum Reykjavíkurborgar í A-hlutanum annars vegar og hjá Félagsbústöðum hins vegar. Á meðan A-hlutinn er gerður upp samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög og lög um ársreikninga eru reikningsskil Félagsbústaða gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Það hefur í för með sér að mat á húseignum Félagsbústaða í efnahagsreikningi fyrirtækisins fer eftir líklegu markaðsverði þeirra en ekki eftir kostnaðarverðsreglu. Samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar þá er ekki á stefnuskránni að selja eignir Félagsbústaða. Þær eru því ekki markaðsvara heldur mannvirki sem eru forsenda þess að Reykjavíkurborg geti veitt tilteknum hluta íbúa Reykjavíkurborgar ákveðna lögbundna þjónustu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að þessi þjónusta verði veitt um ókomna framtíð. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum opinberra aðila s.s IPSAS (International Public Sector Accounting Standard) skal meta slíkar eignir á upprunalegu kostnaðarverði samkvæmt varfærnisreglu reikningsskila. Hjá öðrum norrænum ríkjum er ætíð beitt varfærnisreglunni við mat á eignum og skuldum í efnahagsreikningi sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Eignir sem eru nauðsynlegar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaganna og eru ekki markaðsvara eru verðmetnar í efnahagsreikningi skv. kaup- eða byggingarverði að frádregnum afskriftum. Starfsemi Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins er má segja algjörlega hliðstæð starfsemi Félagsbústaða þ.e. að leiga út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Brynja viðhefur ekki þær reikningsskilaaðferðir sem Félagsbústaðir beita að færa matsbreytingu fasteigna yfir rekstur. Starfsemi þessara félaga er þó hliðstæð, að leigja út íbúðir til tekjulágra skjólstæðinga. Ekkert annað sveitarfélag hér á landi beitir þessum aðferðum í ársreikningum sínum vegna útleigu félagslegra íbúða. Því hefur framsetning Félagsbústaða í samstæðuuppgjöri borgarinnar fegrað stöðuna á þann hátt að matsbreyting fasteigna Félagsbústaða er færð gegnum rekstrarreikning. Þannig hækka tekjur fyrirtækisins án þess að nein rekstrarleg innistæða sé fyrir því eða að hækkunin hafi skilað Félagsbústöðum raunverulegum tekjum. Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er því „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur. Telur lögmaðurinn að langlíklegast að reikningsskil Félagsbústaða stæðust ekki skoðun óháðs aðila ef til þess kæmi að á þau reyndi. Þarna á hann við að ef kröfuhafar létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbústaða hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Bendir hann jafnfram á að ólögmæt fyrirmæli undanskilji stjórnendur ekki neinni ábyrgð sé litið til dómafordæma. Hana bera þeir sjálfir lögum samkvæmt. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun