Tomsick fékk betri samning á Króknum en í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 14:13 Nikolas Tomsick var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar í vetur. vísir/bára Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50
Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00
Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00