Rangur matur á röngum tíma Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2020 09:00 Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Styrjaldir, heimsfaraldrar og hamfaragos hafa hent okkur á síðustu öld og þessari. Samgöngur hafa tafist og fallið niður. Þýskir kafbátar grönduðu tugum skipa í Íslandssiglingum í fyrra stríði og raunverulegur ótti skapaðist um að fólk myndi svelta vegna matarskortsins. Það er ekki nema von að matvælaöryggi sé þjóðinni hugleikið, enda fátt mikilvægara eyjaskeggjum í Atlantshafi en öruggir milliríkjaflutningar. Séríslenskir hlutir eiga þó til að reynast alls ekkert séríslenskir þegar betur er að gáð. Á sama tíma og skipum á Íslandsleið var sökkt réðust herir nefnilega á landflutningaleiðir til nágrannalanda okkar og óttinn við skort var jafn raunverulegur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutningum og engin Vesturlandaþjóð sjálfri sér næg. Ef flutningar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma þýddi það ekki eingöngu að erlend matvæli myndu klárast. Fyrirséð er að olíubirgðir þjóðarinnar myndu að endingu tæmast líka og án þeirra lamast bæði stór hluti landbúnaðar og útgerða. Sömu lögmál hafa að þessu leyti áhrif á Tikka Masala úrvalið í matvöruverslunum og forsendu þess að við getum sótt fiskinn okkar á miðin eða ræktað tún til kjötframleiðslu. Þess vegna er umræðan um matvælaöryggi á villigötum. Nú þegar COVID-19 hefur hoggið skarð í fólksflutninga milli landa er eðlilegt að einhverjir spyrji: Hvað ef allur annar flutningur legðist af líka? Í því samhengi þarf að athuga tvennt. Í fyrsta lagi hafa orðið gífurlegar samgöngubætur á síðustu 100 árum og með þeim verður sífellt ólíklegra að flutningar stöðvist. Ef það hins vegar gerist þurfum við að athuga hitt, að sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki fólgin í aukinni kjötframleiðslu. Þar spila ekki bara inn breytt neyslumynstur þjóðarinnar og neikvæð loftslagsáhrif kjötframleiðslu, þótt hvort tveggja sé afar mikilvægt. Þar spilar nefnilega inn að á verstu krísutímum er framleiðsla sem byggir á rafmagni eini iðnaðurinn sem við getum raunverulega treyst á. Ef sjálfbær matvælaframleiðsla er markmiðið er fyrsta skrefið að taka úr sambandi framleiðslutengda hvata landbúnaðarins. Við þurfum að minnka verulega áhersluna á kjötframleiðslu og auka frelsi bænda til að afla sér tekna með ólíkum leiðum – gera þeim kleift að tryggja afkomu sína með hagkvæmri og rafknúinni ræktun, í sátt við umhverfið. Þar er íslenska grænmetið í lykilhlutverki en við þurfum líka að líta lengra og gera framleiðslu staðgönguvöru kjöts með próteini úr jurtaríkinu að raunhæfum kosti. Matvælaöryggi næst með öðrum orðum ekki með fleiri íslenskum lömbum heldur meira íslensku oumphi. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun