Snúum bökum saman Jin Zhijian skrifar 23. apríl 2020 11:30 Faraldurinn af völdum COVID-19 æðir nú yfir heimsbyggðina og ekkert land getur tekist einsamalt á við þessa alvarlegu áskorun. Í þessari yfirstandandi baráttu hafa ríkisstjórnir og almenningur í bæði Kína og á Íslandi sýnt skilning og veitt hvort öðru stuðning, og hafa með því tekið ný skref í tvíhliða samskiptum landanna. Faraldurinn lét fyrst til skarar skríða í borginni Wuhan í Hubei héraði í Kína í kringum áramótin. Kínverska ríkisstjórnin hefur leitt alla þjóðina með ákveðnum hætti í baráttunni við faraldurinn, og náði með því að byggja öfluga varnarlínu fyrir heimsbyggðina með gríðarlegum fórnarkostnaði. Þessar ákveðnu aðferðir hafa náð að vinna heimsbyggðinni tíma, og hefur verið mikilvægt framlag í baráttu heimsins gegn faraldrinum. Þrátt fyrir langar vegalengdir hefur Íslenska ríkistjórnin og almenningur allur fylgst með þróun faraldursins í Kína. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hafa bæði ritað kínverskum leiðtogum bréf þar sem þau lýsa yfir samúð og senda kínverskum almenningi sem hefur verið grátt leikin sínar bestu kveðjur. Hinn almenni stuðningur á Íslandi við Kína hefur yljað okkur um hjartarætur. Kínversk Íslenska Menningarfélagið og Kópavogur, sem er vinabær Wuhan, hafa farið fremst í flokki þeirra aðila sem hafa sent kveðjur. Íslenski tónlistarmaðurinn Doctor Victor hefur sent út þau skilaboð með tónlist sinni að “vírusinn sé sameiginlegur óvinur okkar allra, og að við verðum að berjast við faraldurinn saman”, fyrirtæki og félagasamtök hafa útbúið stutt myndskeið þar sem baráttukveðjur eru sendar til Kína. Félag kínverja á Íslandi brást skjótt við með framlögum til Tongji spítalans í Wuhan og bauð fram hjúkrunarvörur. Þessar hjartnæmu kveðjur vöktu mikla athygli á Kínverskum netmiðlum og fengu skjóta útbreiðslu. Á Íslandi, sem er eitt hreinasta land veraldar, greindist fyrsta smit af völdum kórónavírussins þann 28. Febrúar. Kína deildi áhyggjum Íslands vegna þessa og sendu bæði Xi Jinping, Forseti og Li Keqiang Forsætisráðherra Kína íslenskum starfsbræðrum sínum innilegar samúðarkveðjur. Báðir lýstu yfir einlægum vilja Kína til að vinna með Íslandi og veita alla þá aðstoð sem þeir gætu í baráttunni gegn COVID-19. Kínverskir sérfræðingar voru í miklum samskiptum við íslensk heilbrigðisyfirvöld, og veittu þeim tímanlega dýrmætar upplýsingar og reynslu af baráttuinni við veiruna. Landlækni og sóttvarnalækni Íslands var boðið að sitja Kínversk-Evrópska fjarráðstefnu um COVID-19 sem var skipulögð af Kína, þar sem heilbrigðissérfræðingar frá Kína og Evrópu ræddu viðbrögð við veirunni. Þegar Kínverska sendiráðið á Íslandi frétti af yfirvofandi skorti á hjúkrunar og hlífðarbúnaði, brást það skjótt við og aðstoðaði Ísland við að finna, festa kaup á og aðstoða við flutning á þessum varningi frá Kína. Við aðstoðuðum líka við að hafa uppi á 6 kínverskum fyrirtækjum og félagasamtökum sem gáfu 322.000 andlitsgrímur, 2080 einnota hlífðarbúninga og 2000 andlitsskildi og var heildarverðmæti þessara gjafa um 35 milljónir ISK. Ég afhenti Landspítalanum lista yfir fyrrnefndar hjúkrunarvörur þann 22. Apríl og vona innilega að þessar vörur komi til með að nýtast Íslendingum vel í baráttunni við faraldurinn og að baráttunni ljúki fljótt. Á meðan á þessu stóð gerðu nemar í íslenskum fræðum við Háskólann í Beijing myndband þar sem þeir senda íslendingum hlýjar kveðjur á íslensku sem hafa hlotið jákvæð viðbrögð í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir mikla fjarlægð milli sín og mismunandi aðstæður í löndunum tveimur, hafa íslendingar og kínverjar alltaf náð að tengjast saman. Hvort sem um er að ræða fjárhagsaðstoð Kína við íslendinga í Heimaeyjargosinu 1973 og í fjármálakreppunni 2008, eða þegar íslendingar sendu kínverjum hjálp eftir jarðskjálftann í Wenchuan 2008, höfum við alltaf staðið saman og stutt hvort annað. Hið sameiginlega átak í baráttunni við faraldurinn sýnir enn og aftur hin vinsamlegu samskipti milli landanna beggja og staðfestu við að yfirbuga erfiðleikana á þessum dimmu tímum. Við skulum leyfa okkur að hlakka til betri tíma þegar hið blómstrandi vor birtist og faraldurinn dvínar. Ég hef fulla trú á að samskipti Kína og Íslands muni einnig blómstra þegar við komum til með að fagna 50 ára afmælis stjórnmálasambands milli landanna okkar beggja á næsta ári. Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Faraldurinn af völdum COVID-19 æðir nú yfir heimsbyggðina og ekkert land getur tekist einsamalt á við þessa alvarlegu áskorun. Í þessari yfirstandandi baráttu hafa ríkisstjórnir og almenningur í bæði Kína og á Íslandi sýnt skilning og veitt hvort öðru stuðning, og hafa með því tekið ný skref í tvíhliða samskiptum landanna. Faraldurinn lét fyrst til skarar skríða í borginni Wuhan í Hubei héraði í Kína í kringum áramótin. Kínverska ríkisstjórnin hefur leitt alla þjóðina með ákveðnum hætti í baráttunni við faraldurinn, og náði með því að byggja öfluga varnarlínu fyrir heimsbyggðina með gríðarlegum fórnarkostnaði. Þessar ákveðnu aðferðir hafa náð að vinna heimsbyggðinni tíma, og hefur verið mikilvægt framlag í baráttu heimsins gegn faraldrinum. Þrátt fyrir langar vegalengdir hefur Íslenska ríkistjórnin og almenningur allur fylgst með þróun faraldursins í Kína. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hafa bæði ritað kínverskum leiðtogum bréf þar sem þau lýsa yfir samúð og senda kínverskum almenningi sem hefur verið grátt leikin sínar bestu kveðjur. Hinn almenni stuðningur á Íslandi við Kína hefur yljað okkur um hjartarætur. Kínversk Íslenska Menningarfélagið og Kópavogur, sem er vinabær Wuhan, hafa farið fremst í flokki þeirra aðila sem hafa sent kveðjur. Íslenski tónlistarmaðurinn Doctor Victor hefur sent út þau skilaboð með tónlist sinni að “vírusinn sé sameiginlegur óvinur okkar allra, og að við verðum að berjast við faraldurinn saman”, fyrirtæki og félagasamtök hafa útbúið stutt myndskeið þar sem baráttukveðjur eru sendar til Kína. Félag kínverja á Íslandi brást skjótt við með framlögum til Tongji spítalans í Wuhan og bauð fram hjúkrunarvörur. Þessar hjartnæmu kveðjur vöktu mikla athygli á Kínverskum netmiðlum og fengu skjóta útbreiðslu. Á Íslandi, sem er eitt hreinasta land veraldar, greindist fyrsta smit af völdum kórónavírussins þann 28. Febrúar. Kína deildi áhyggjum Íslands vegna þessa og sendu bæði Xi Jinping, Forseti og Li Keqiang Forsætisráðherra Kína íslenskum starfsbræðrum sínum innilegar samúðarkveðjur. Báðir lýstu yfir einlægum vilja Kína til að vinna með Íslandi og veita alla þá aðstoð sem þeir gætu í baráttunni gegn COVID-19. Kínverskir sérfræðingar voru í miklum samskiptum við íslensk heilbrigðisyfirvöld, og veittu þeim tímanlega dýrmætar upplýsingar og reynslu af baráttuinni við veiruna. Landlækni og sóttvarnalækni Íslands var boðið að sitja Kínversk-Evrópska fjarráðstefnu um COVID-19 sem var skipulögð af Kína, þar sem heilbrigðissérfræðingar frá Kína og Evrópu ræddu viðbrögð við veirunni. Þegar Kínverska sendiráðið á Íslandi frétti af yfirvofandi skorti á hjúkrunar og hlífðarbúnaði, brást það skjótt við og aðstoðaði Ísland við að finna, festa kaup á og aðstoða við flutning á þessum varningi frá Kína. Við aðstoðuðum líka við að hafa uppi á 6 kínverskum fyrirtækjum og félagasamtökum sem gáfu 322.000 andlitsgrímur, 2080 einnota hlífðarbúninga og 2000 andlitsskildi og var heildarverðmæti þessara gjafa um 35 milljónir ISK. Ég afhenti Landspítalanum lista yfir fyrrnefndar hjúkrunarvörur þann 22. Apríl og vona innilega að þessar vörur komi til með að nýtast Íslendingum vel í baráttunni við faraldurinn og að baráttunni ljúki fljótt. Á meðan á þessu stóð gerðu nemar í íslenskum fræðum við Háskólann í Beijing myndband þar sem þeir senda íslendingum hlýjar kveðjur á íslensku sem hafa hlotið jákvæð viðbrögð í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir mikla fjarlægð milli sín og mismunandi aðstæður í löndunum tveimur, hafa íslendingar og kínverjar alltaf náð að tengjast saman. Hvort sem um er að ræða fjárhagsaðstoð Kína við íslendinga í Heimaeyjargosinu 1973 og í fjármálakreppunni 2008, eða þegar íslendingar sendu kínverjum hjálp eftir jarðskjálftann í Wenchuan 2008, höfum við alltaf staðið saman og stutt hvort annað. Hið sameiginlega átak í baráttunni við faraldurinn sýnir enn og aftur hin vinsamlegu samskipti milli landanna beggja og staðfestu við að yfirbuga erfiðleikana á þessum dimmu tímum. Við skulum leyfa okkur að hlakka til betri tíma þegar hið blómstrandi vor birtist og faraldurinn dvínar. Ég hef fulla trú á að samskipti Kína og Íslands muni einnig blómstra þegar við komum til með að fagna 50 ára afmælis stjórnmálasambands milli landanna okkar beggja á næsta ári. Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun