Jordan um ást sína á New York, leikmanninn sem hann þoldi ekki og loforðið sem hann stóð ekki við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 14:00 Jordan umturnaði ekki aðeins Chicago Bulls á sínum heldur NBA-deildinni í heild sinni. Nathaniel S. Butler/Getty Images Í tilefni þess að The Last Dance, heimildarþættir um síðusta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls, eru loksins komnir í loftið er vert að rifja upp viðtal við Jordan sem var tekið í miðri úrslitakeppni árið 1998. Vefur ESPN tók saman en upprunalega var viðtalið birt þann 6. apríl árið 1998 í tímariti ESPN. Í viðtalinu ræðir Jordan ástæðu þess af hverju hann ákvað óvænt að gerast hafnaboltamaður. Hann virðist einfaldlega hafa verið í leit að nýrri áskorun. „Ef það virkar ekki þá get ég lært af því. Ég held samt í alvöru að ég hefði geta verið með þeim betri hefði ég spilað hafnabolta frá unga aldri.“ #MJMondays pic.twitter.com/j3BROndRuG— ESPN (@espn) April 20, 2020 Jordan útskýrði af hverju honum fannst alltaf gaman að mæta New York Knicks í Madison Square Garden. „Bruce Springsteen kom á síðasta leik gegn Knicks, sem allir héldu að væri minn síðasti í New York. Ég þekki ekki Bruce persónulega en ég veit hverju hann hefur áorkað. Að hann hafi mætt sýndi mikilvægi leiksins. Ég er alltaf vel stemmdur fyrir leikjum í New York. Garðurinn [heimavöllur Knicks] er alltaf fullur af fólki og það kemur blóðinu í mér af stað.“ Það er skondin tilviljun að Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að veita Jordan og Springsteen heiðursorðu á sama tíma árið 2016. Félagarnir Michael Jordan og Bruce Springsteen á góðri stundu. Carlos Barria/Reuters Jordan ræddi einnig Jerry Krause, framkvæmdastjóra Chicago Bulls. „Það er ágætt að hann láti lítið fyrir sér fara. Ég held það sé gott að hann sé ekki á staðnum, sérstaklega fyrir þá leikmenn sem þurfa að lifa með ákvörðunum hans varðandi feril þeirra. Ég get starfað með eða án Krause en þegar við göngum framhjá hvor öðrum þá tölum við aldrei saman. Þú getur sagt að ég sé ekki sammála ákvörðunum hans. Við gáfum Jason Caffey frá okkur, það er engin glóra í því.“ „Gleymdu Krause, næsta ári og öllu því. Getum við unnið titilinn aftur í ár? Já,“ sagði Jordan ákveðinn og viti menn. Hann hafði ekki rangt fyrir sér. „Fólk segir að ef ég hefði ekki spilað hafnabolta í eitt og hálft ár værum við að fara vinna áttunda titilinn okkar í röð. Ég held ekki. Eftir að við unnum þrjú ár í röð var andrúmsloftið í liðinu ekki það sama og áður,“ sagði Jordan og blés þar með á hugmyndina að Bulls hafi verið ósigrandi. Þar spilar mannlegt eðli inn í. Leikmenn sem hafa unnið fjöldan allan af titlum eru líklegri til að slaka á. „Það er auðvelt að verað kærulaus. Það kom fyrir mig, ég hætti að lyfta og gera styrktaræfingar í þrjár og hálfa viku á leiktíðinni. Ég varð vanur því að sofa út og stytta mér leið. Það hafði áhrif á mig á vellinum. Ég sagði Phil Jackson [þjálfara Bulls] einn morgunin „Ég hef verið að sytta mér leið en reikna samt með að ná sama árangri. Það bara virkar ekki þannig.“ Svo ég fór aftur að gera hlutina sem þú þarft til að ná árangri. Ég er að vakna klukkan átta á morgnana frekar en níu. Ég er ekki að verða aumur.“ „Þú getur ekki verið aumur í þessari deild. Ungu strákarnir munu hrekja þig úr íþróttasalnum.“ Jordan ræddi mikilvægi Phil Jackson, þjálfara liðsins, sem hann ber mikla virðingu fyrir. „Ástæðan á bakvið velgengni okkar er Phil. Mér líkar vel við hann út af andrúmsloftinu sem hann býr til. Stundum þarf hann aðeisn að segja eitt orð, eina setningu til að vekja mann og fá mann til að hugsa sinn gang.“ „Sama hversu mikil pressa er á manni þá hugsa ég alltaf með mér; þetta er bara leikur. Það er eitthvað sem ég lærði af Phil. Hann kennir manni hugarró og að lifa í augnablikinu.“ 34 years ago, Michael Jordan made history.His 63 points are still the most in a single NBA playoff game (via @NBA) pic.twitter.com/cvAddY19OX— ESPN (@espn) April 20, 2020 „Ég held að ég gæti spilað flestar íþróttir en ég myndi alltaf vilja spila stöðuna þar sem þú getur stjórnað útkomu leikja. Leikstjórnandi í amerískum fótbolta eða kastari í hafnabolta. En það er þekking mín á körfubolta sem gerir útslagið. Ég þekki hvern krók og kima af leiknum, öll litlu leyndarmálin. En aðallega veit ég hvernig ég á að ráðast á fólk.“ Það virðast ekki margir komast undir skinnið hjá Jordan en einn ákveðinn leikmaður nær því þó reglulega. „Mér líkar í raun eki illa við neinn í NBA-deildinni, en að spila við Reggie Miller [leikmann Indiana Pacers á þeim tíma] gerir mjög gjörsamlega brjálaðan. Hann er út um allt, alltaf hendandi sér í jörðina. Hann svindlar með því að halda ítrekað um mittið á manni sem pirrar mig óstjórnlega.“ Varðandi framtíðina segir Jordan að hann eigi geti enn áorkað miklu. Líkt og áður þá hafði hann ekki rangt fyrir sér. „Ég er ósammála þeim sem halda að ég hafi ekkert að sanna eftir að ferlinum lýkur. Það er fullt af hlutum sem ég hef ekki gert en langar að gera. Ég vill fara á mótorhjól, ég vill fara á skíði.“ Að lokum tók Jordan fyrir að hann myndi spila með öðru liði. Það var af og frá. Það er mögulega það eina sem hann stóð ekki við en árin 2001-2003 lék hann 142 leiki fyrir Washington Wizards, en hann átti á þeim tíma hlut í liðinu. Þó hann hafi verið orðinn 38 ára þegar hann tók skóna af hillunni árið 2001 þá endaði Jordan samt sem áður sem stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Wizards á leiktíðinni. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Frændi Klay Thompson átti hugmyndina af upptökunum fyrir „The Last Dance“ Bróðir mannsins sem var skipt til Los Angeles Lakers liðsins fyrir Pétur Karl Guðmundsson á mikið hrós skilið fyrir að koma því til leiðar að NBA áhugafólk getur nú notið stórmerkilegrar heimildarmyndar um lokatímabil hins goðsagnakennds liðs Chicago Bulls á tíunda áratugnum. 20. apríl 2020 12:00 Allar dagsetningarnar fyrir „The Last Dance“ eru nú klárar Heimildarmyndin um síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls hefur nú fengið staðfesta sýningartíma í Bandaríkjunum. 31. mars 2020 13:30 Flýta heimildarmyndinni um Michael Jordan og 1997-98 Bullsliðið um tvo mánuði „The Last Dance“, tíu þátta heimildarmynd um Michael Jordan og síðasta Chicago Bulls liðið hans átti að koma út í júní en hefur nú verið flýtt mörgum til mikillar ánægju. 31. mars 2020 10:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Njarðvíkingar sterkari í lokin Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
Í tilefni þess að The Last Dance, heimildarþættir um síðusta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls, eru loksins komnir í loftið er vert að rifja upp viðtal við Jordan sem var tekið í miðri úrslitakeppni árið 1998. Vefur ESPN tók saman en upprunalega var viðtalið birt þann 6. apríl árið 1998 í tímariti ESPN. Í viðtalinu ræðir Jordan ástæðu þess af hverju hann ákvað óvænt að gerast hafnaboltamaður. Hann virðist einfaldlega hafa verið í leit að nýrri áskorun. „Ef það virkar ekki þá get ég lært af því. Ég held samt í alvöru að ég hefði geta verið með þeim betri hefði ég spilað hafnabolta frá unga aldri.“ #MJMondays pic.twitter.com/j3BROndRuG— ESPN (@espn) April 20, 2020 Jordan útskýrði af hverju honum fannst alltaf gaman að mæta New York Knicks í Madison Square Garden. „Bruce Springsteen kom á síðasta leik gegn Knicks, sem allir héldu að væri minn síðasti í New York. Ég þekki ekki Bruce persónulega en ég veit hverju hann hefur áorkað. Að hann hafi mætt sýndi mikilvægi leiksins. Ég er alltaf vel stemmdur fyrir leikjum í New York. Garðurinn [heimavöllur Knicks] er alltaf fullur af fólki og það kemur blóðinu í mér af stað.“ Það er skondin tilviljun að Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað að veita Jordan og Springsteen heiðursorðu á sama tíma árið 2016. Félagarnir Michael Jordan og Bruce Springsteen á góðri stundu. Carlos Barria/Reuters Jordan ræddi einnig Jerry Krause, framkvæmdastjóra Chicago Bulls. „Það er ágætt að hann láti lítið fyrir sér fara. Ég held það sé gott að hann sé ekki á staðnum, sérstaklega fyrir þá leikmenn sem þurfa að lifa með ákvörðunum hans varðandi feril þeirra. Ég get starfað með eða án Krause en þegar við göngum framhjá hvor öðrum þá tölum við aldrei saman. Þú getur sagt að ég sé ekki sammála ákvörðunum hans. Við gáfum Jason Caffey frá okkur, það er engin glóra í því.“ „Gleymdu Krause, næsta ári og öllu því. Getum við unnið titilinn aftur í ár? Já,“ sagði Jordan ákveðinn og viti menn. Hann hafði ekki rangt fyrir sér. „Fólk segir að ef ég hefði ekki spilað hafnabolta í eitt og hálft ár værum við að fara vinna áttunda titilinn okkar í röð. Ég held ekki. Eftir að við unnum þrjú ár í röð var andrúmsloftið í liðinu ekki það sama og áður,“ sagði Jordan og blés þar með á hugmyndina að Bulls hafi verið ósigrandi. Þar spilar mannlegt eðli inn í. Leikmenn sem hafa unnið fjöldan allan af titlum eru líklegri til að slaka á. „Það er auðvelt að verað kærulaus. Það kom fyrir mig, ég hætti að lyfta og gera styrktaræfingar í þrjár og hálfa viku á leiktíðinni. Ég varð vanur því að sofa út og stytta mér leið. Það hafði áhrif á mig á vellinum. Ég sagði Phil Jackson [þjálfara Bulls] einn morgunin „Ég hef verið að sytta mér leið en reikna samt með að ná sama árangri. Það bara virkar ekki þannig.“ Svo ég fór aftur að gera hlutina sem þú þarft til að ná árangri. Ég er að vakna klukkan átta á morgnana frekar en níu. Ég er ekki að verða aumur.“ „Þú getur ekki verið aumur í þessari deild. Ungu strákarnir munu hrekja þig úr íþróttasalnum.“ Jordan ræddi mikilvægi Phil Jackson, þjálfara liðsins, sem hann ber mikla virðingu fyrir. „Ástæðan á bakvið velgengni okkar er Phil. Mér líkar vel við hann út af andrúmsloftinu sem hann býr til. Stundum þarf hann aðeisn að segja eitt orð, eina setningu til að vekja mann og fá mann til að hugsa sinn gang.“ „Sama hversu mikil pressa er á manni þá hugsa ég alltaf með mér; þetta er bara leikur. Það er eitthvað sem ég lærði af Phil. Hann kennir manni hugarró og að lifa í augnablikinu.“ 34 years ago, Michael Jordan made history.His 63 points are still the most in a single NBA playoff game (via @NBA) pic.twitter.com/cvAddY19OX— ESPN (@espn) April 20, 2020 „Ég held að ég gæti spilað flestar íþróttir en ég myndi alltaf vilja spila stöðuna þar sem þú getur stjórnað útkomu leikja. Leikstjórnandi í amerískum fótbolta eða kastari í hafnabolta. En það er þekking mín á körfubolta sem gerir útslagið. Ég þekki hvern krók og kima af leiknum, öll litlu leyndarmálin. En aðallega veit ég hvernig ég á að ráðast á fólk.“ Það virðast ekki margir komast undir skinnið hjá Jordan en einn ákveðinn leikmaður nær því þó reglulega. „Mér líkar í raun eki illa við neinn í NBA-deildinni, en að spila við Reggie Miller [leikmann Indiana Pacers á þeim tíma] gerir mjög gjörsamlega brjálaðan. Hann er út um allt, alltaf hendandi sér í jörðina. Hann svindlar með því að halda ítrekað um mittið á manni sem pirrar mig óstjórnlega.“ Varðandi framtíðina segir Jordan að hann eigi geti enn áorkað miklu. Líkt og áður þá hafði hann ekki rangt fyrir sér. „Ég er ósammála þeim sem halda að ég hafi ekkert að sanna eftir að ferlinum lýkur. Það er fullt af hlutum sem ég hef ekki gert en langar að gera. Ég vill fara á mótorhjól, ég vill fara á skíði.“ Að lokum tók Jordan fyrir að hann myndi spila með öðru liði. Það var af og frá. Það er mögulega það eina sem hann stóð ekki við en árin 2001-2003 lék hann 142 leiki fyrir Washington Wizards, en hann átti á þeim tíma hlut í liðinu. Þó hann hafi verið orðinn 38 ára þegar hann tók skóna af hillunni árið 2001 þá endaði Jordan samt sem áður sem stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Wizards á leiktíðinni.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Frændi Klay Thompson átti hugmyndina af upptökunum fyrir „The Last Dance“ Bróðir mannsins sem var skipt til Los Angeles Lakers liðsins fyrir Pétur Karl Guðmundsson á mikið hrós skilið fyrir að koma því til leiðar að NBA áhugafólk getur nú notið stórmerkilegrar heimildarmyndar um lokatímabil hins goðsagnakennds liðs Chicago Bulls á tíunda áratugnum. 20. apríl 2020 12:00 Allar dagsetningarnar fyrir „The Last Dance“ eru nú klárar Heimildarmyndin um síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls hefur nú fengið staðfesta sýningartíma í Bandaríkjunum. 31. mars 2020 13:30 Flýta heimildarmyndinni um Michael Jordan og 1997-98 Bullsliðið um tvo mánuði „The Last Dance“, tíu þátta heimildarmynd um Michael Jordan og síðasta Chicago Bulls liðið hans átti að koma út í júní en hefur nú verið flýtt mörgum til mikillar ánægju. 31. mars 2020 10:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Njarðvíkingar sterkari í lokin Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
Frændi Klay Thompson átti hugmyndina af upptökunum fyrir „The Last Dance“ Bróðir mannsins sem var skipt til Los Angeles Lakers liðsins fyrir Pétur Karl Guðmundsson á mikið hrós skilið fyrir að koma því til leiðar að NBA áhugafólk getur nú notið stórmerkilegrar heimildarmyndar um lokatímabil hins goðsagnakennds liðs Chicago Bulls á tíunda áratugnum. 20. apríl 2020 12:00
Allar dagsetningarnar fyrir „The Last Dance“ eru nú klárar Heimildarmyndin um síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls hefur nú fengið staðfesta sýningartíma í Bandaríkjunum. 31. mars 2020 13:30
Flýta heimildarmyndinni um Michael Jordan og 1997-98 Bullsliðið um tvo mánuði „The Last Dance“, tíu þátta heimildarmynd um Michael Jordan og síðasta Chicago Bulls liðið hans átti að koma út í júní en hefur nú verið flýtt mörgum til mikillar ánægju. 31. mars 2020 10:00