„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 16:23 Þrjátíu ára afmælismynd Hubble-geimsjónaukans sem hefur fengið nafnið „Geimkórallinn“. NASA/ESA Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum. Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavöxnum stjörnuþokum þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að Hubble-geimsjónaukanum var skotið á loft 24. apríl árið 1990. Eftir byrjunarörðugleika þar sem myndir frá þessum stærsta sjónauka mannkynsins voru óskýrar vegna smávægilegs galla í spegli var Hubble lagfærður og tók til við að gjörbylta rannsóknum á alheiminum. Hugmyndir manna um aldur alheimsins hafa meðal annars gjörbreyst með tilkomu Hubble. Afmælismyndin sem birt var í dag er af geimþokunum NGC 2014 og NGC 2020. Þær tilheyra risavöxnu stjörnumyndunarsvæði í Stóra Magellanskýinu, annarri stærstu fylgivetrarbraut Vetrarbrautarinnar okkar í um 163.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Vísindamennirnir nefna myndina „Geimkóralinn“ vegna líkinda sem þeir sjá á milli skýjanna og kóralrifja á jörðinni. Bláleita þokan er NGC 2020. Í miðju hennar er risastjarna, af svonefndri Wolf-Rayet gerð, um 200.000 sinnum skærari en sólin og er fimmtán sinnum efnismeiri. Slíkar stjörnur gefa frá sér gífurlega öfluga vinda sem hafa hreinsað næsta nágrenni og búið til eyðuna sem þar sést. Bláa litinn má rekja til 11 þúsund gráðu heits súrefnisgass. Rauðleita skýið er NGC 2014. Það er hópur stórra stjarna sem gefa frá sér orkuríkt útfjólublátt ljós sem örvar vetnisgasið í kring svo það verður rauðglóandi. Þær gefa líka frá sér öfluga stjörnuvinda sem móta umhverfið. Í fyrra voru athuganir Hubble efniviður í hátt í þúsund vísindagreinar. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Evrópska geimstofnunin (ESA) segja að þær ætli sér að fjármagna rekstur sjónaukans eins lengi og hann skilar árangri. Jafnvel eftir að James Webb-geimsjónaukanum, arftaka Hubble, verður skotið á loft á næsta ári er talið að Hubble getið áfram rannsakað alheiminum inn í næsta áratug. Hubble-geimsjónaukinn er næmur fyrir útfjólubláu ljósi, sýnilegu ljósi og nærinnrauðu ljósi. James Webb er aftur á móti næmur fyrir lengri bylgjulengdum ljóss á innrauða sviðinu. Þannig geta sjónaukarnir stutt hvor annan í rannsóknum á fjarlægum fyrirbærum.
Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01 Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09 Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04
Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Reikistjarnan er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar. Þó að hún sé ekki talin lífvænleg sjálf vekur fundurinn vonir um að vatn finnist á vænlegri hnöttum í framtíðinni. 12. september 2019 13:01
Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. 1. apríl 2020 13:09