Tilfellum fjölgar í fátækari ríkjum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. apríl 2020 20:00 Smituðum hefur fjölgað um helming, fimmtíu prósent, í Venesúela síðustu vikuna. EPA/RAYNER PENA R Rúmlega tvær komma sjö milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í heiminum. Hundrað og níutíu þúsund hafa látist. Á meðan það hægist á útbreiðslunni í Evrópu er búist við því að staðan versni í fátækari heimshlutum. Kínverjar hafa þegar dregið verulega úr þeim takmörkunum sem voru settar á vegna faraldursins enda hefur fjöldi nýrra smitaðra dregist mikið saman. Hér í Evrópu ræða fjölmörg ríki nú um það hvernig eigi að aflétta aðgerðum. Telja sig komin yfir brattasta hjallan. Þótt staðan sé enn langverst í Bandaríkjunum, þar sem nærri níu hundruð þúsund hafa smitast, er sömuleiðis farið að hægjast á fjölgun smitaðra þar. Tugir þúsunda nýrra smita greinast þó enn á dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað reynt að vekja athygli á því undanfarnar vikur að það sé þörf á samstilltu átaki til að koma í veg fyrir hamfarakennt ástand í fátækustu ríkjum heims. Nú bendir margt til þess að faraldurinn gæti tekið kipp á þeim svæðum. Tilfellum fjölgar ört í Suður-Ameríku. Í Venesúela, fátækasta ríki álfunnar, hefur smituðum fjölgað um helming síðastliðna viku. Sömu sögu er að segja frá Afríku, þar sem veiran hefur nú greinst í nærri öllum ríkjum. Tilfellum hefur fjölgað úr átján þúsundum fyrir viku í um 27 þúsund í dag og búist er við frekari aukningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Venesúela Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Rúmlega tvær komma sjö milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í heiminum. Hundrað og níutíu þúsund hafa látist. Á meðan það hægist á útbreiðslunni í Evrópu er búist við því að staðan versni í fátækari heimshlutum. Kínverjar hafa þegar dregið verulega úr þeim takmörkunum sem voru settar á vegna faraldursins enda hefur fjöldi nýrra smitaðra dregist mikið saman. Hér í Evrópu ræða fjölmörg ríki nú um það hvernig eigi að aflétta aðgerðum. Telja sig komin yfir brattasta hjallan. Þótt staðan sé enn langverst í Bandaríkjunum, þar sem nærri níu hundruð þúsund hafa smitast, er sömuleiðis farið að hægjast á fjölgun smitaðra þar. Tugir þúsunda nýrra smita greinast þó enn á dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað reynt að vekja athygli á því undanfarnar vikur að það sé þörf á samstilltu átaki til að koma í veg fyrir hamfarakennt ástand í fátækustu ríkjum heims. Nú bendir margt til þess að faraldurinn gæti tekið kipp á þeim svæðum. Tilfellum fjölgar ört í Suður-Ameríku. Í Venesúela, fátækasta ríki álfunnar, hefur smituðum fjölgað um helming síðastliðna viku. Sömu sögu er að segja frá Afríku, þar sem veiran hefur nú greinst í nærri öllum ríkjum. Tilfellum hefur fjölgað úr átján þúsundum fyrir viku í um 27 þúsund í dag og búist er við frekari aukningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Venesúela Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira