COVID bjargráð Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 1. apríl 2020 20:20 Nú lifum við á tímum sem breytt hafa heiminum á skömmum tíma vegna veirufaraldurs og hafa nýjar aðstæður kallað á ýmsar áskoranir vegna breytinga á atvinnu-, fjölskyldu- og heimilislífi, samskiptaháttum og daglegum venjum okkar. Margir eiga um sárt að binda og hafa aðstæður átt þátt í aukningu á kvíða, ótta og sorgarviðbrögðum. Sumir hafa fjárhagsáhyggjur og hafa jafnvel þurft að neita sér um að kaupa nauðsynjavörur líkt og matvöru. Einhverjir hafa ekki getað farið út á meðal fólks vegna lamandi kvíða, undirliggjandi sjúkdóma eða elli. Einsemd fer vaxandi. Við erum félagsverur og höfum þörf fyrir félagsskap hvors annars. Á heimasíðu Geðhjálpar má finna ýmsar ráðleggingar sem styðja við vellíðan á þessum tímum og sömuleiðis hefur Landlæknisembættið gefið út heilræði á tímum kórónufaraldurs. Heilsugæslan býður nú þeim einstaklingum sem finna fyrir kvíða vegna Covid-19 upp á símaviðtöl við sálfræðinga. Eins býður ráðgjafi Geðhjálpar upp á síma- og netráðgjöf sem hægt er að bóka með því að fylla út eyðublað eða með því hringja á skrifstofuna í síma 5701700. Hjálparsími Rauða Krossins er sömuleiðis opinn allan sólarhringinn með símann 1717. Nú þegar að hraðinn hefur minnkað í samfélaginu og flest okkar verjum meiri tíma heima fyrir, höfum við fengið aukið rými til að endurskoða lífið, einfalda það og sinna athöfnum sem veita okkur ánægju eins og að lesa bækur, dansa, mála, spila á hljóðfæri eða sinna viðhaldsverkefnum á heimilinu. Það getur gert heilmikið fyrir okkur að hafa fasta punkta í deginum. Mér finnst t.d. mikilvægt að gefa sjálfri mér tíma á morgnana þar sem ég fer í sturtu, kveiki á kertum og fer með bænir, hugleiði, sinni morgunleikfimi og nýt þess að drekka tebolla og útbúa máltíð. Ég vel að takmarka fréttalestur því ég finn að hann hefur neikvæð áhrif á mína líðan. Ég hef ekki sjónvarp á heimilinu og það eru komnir mánuðir síðan ég sá ‘’óvænt’’ kvöldfréttir. Það gerir mikið fyrir mig að fara í göngu í hverfinu. Ég er þakklát fyrir að búa í nálægð við dásamlega náttúru. Mér finnst gott að gefa sjálfri mér þá gjöf að ganga meðfram læknum í hverfinu, hlusta á niðinn, finna fyrir því hversu hreinsandi vindurinn er og hversu mikinn styrk sólin færir mér. Það er í lagi þó að upp komi dagar þar sem maður upplifir hluti í móðu og finnast allt í lausu lofti. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita sér sjálfsumhyggju, tala fallega til sín, gefa sér faðmlag og deila líðan sinni með öðrum. Að lokum nokkur orð frá Sai Baba: ,,Lífið er lag, syngdu það! Lífið er leikur, spilaðu hann! Lífið er áskorun, mættu henni! Lífið er draumur, fylgdu honum eftir! Lífið er fórn, veittu hana! Lífið er ást, njóttu þess!’’ Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú lifum við á tímum sem breytt hafa heiminum á skömmum tíma vegna veirufaraldurs og hafa nýjar aðstæður kallað á ýmsar áskoranir vegna breytinga á atvinnu-, fjölskyldu- og heimilislífi, samskiptaháttum og daglegum venjum okkar. Margir eiga um sárt að binda og hafa aðstæður átt þátt í aukningu á kvíða, ótta og sorgarviðbrögðum. Sumir hafa fjárhagsáhyggjur og hafa jafnvel þurft að neita sér um að kaupa nauðsynjavörur líkt og matvöru. Einhverjir hafa ekki getað farið út á meðal fólks vegna lamandi kvíða, undirliggjandi sjúkdóma eða elli. Einsemd fer vaxandi. Við erum félagsverur og höfum þörf fyrir félagsskap hvors annars. Á heimasíðu Geðhjálpar má finna ýmsar ráðleggingar sem styðja við vellíðan á þessum tímum og sömuleiðis hefur Landlæknisembættið gefið út heilræði á tímum kórónufaraldurs. Heilsugæslan býður nú þeim einstaklingum sem finna fyrir kvíða vegna Covid-19 upp á símaviðtöl við sálfræðinga. Eins býður ráðgjafi Geðhjálpar upp á síma- og netráðgjöf sem hægt er að bóka með því að fylla út eyðublað eða með því hringja á skrifstofuna í síma 5701700. Hjálparsími Rauða Krossins er sömuleiðis opinn allan sólarhringinn með símann 1717. Nú þegar að hraðinn hefur minnkað í samfélaginu og flest okkar verjum meiri tíma heima fyrir, höfum við fengið aukið rými til að endurskoða lífið, einfalda það og sinna athöfnum sem veita okkur ánægju eins og að lesa bækur, dansa, mála, spila á hljóðfæri eða sinna viðhaldsverkefnum á heimilinu. Það getur gert heilmikið fyrir okkur að hafa fasta punkta í deginum. Mér finnst t.d. mikilvægt að gefa sjálfri mér tíma á morgnana þar sem ég fer í sturtu, kveiki á kertum og fer með bænir, hugleiði, sinni morgunleikfimi og nýt þess að drekka tebolla og útbúa máltíð. Ég vel að takmarka fréttalestur því ég finn að hann hefur neikvæð áhrif á mína líðan. Ég hef ekki sjónvarp á heimilinu og það eru komnir mánuðir síðan ég sá ‘’óvænt’’ kvöldfréttir. Það gerir mikið fyrir mig að fara í göngu í hverfinu. Ég er þakklát fyrir að búa í nálægð við dásamlega náttúru. Mér finnst gott að gefa sjálfri mér þá gjöf að ganga meðfram læknum í hverfinu, hlusta á niðinn, finna fyrir því hversu hreinsandi vindurinn er og hversu mikinn styrk sólin færir mér. Það er í lagi þó að upp komi dagar þar sem maður upplifir hluti í móðu og finnast allt í lausu lofti. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita sér sjálfsumhyggju, tala fallega til sín, gefa sér faðmlag og deila líðan sinni með öðrum. Að lokum nokkur orð frá Sai Baba: ,,Lífið er lag, syngdu það! Lífið er leikur, spilaðu hann! Lífið er áskorun, mættu henni! Lífið er draumur, fylgdu honum eftir! Lífið er fórn, veittu hana! Lífið er ást, njóttu þess!’’ Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun