„Viðunandi hitatölur“ í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 07:06 Það ætti ekki að væsa um endurna og mávana á Reykjavíkurtjörn næstu daga. EPA/TATYANA ZENKOVICH Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. Viðunandi hitatölur, hægur vindur, stöku rigning - vorið sé því svo sannarlega komið. Þannig er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu í dag. Áfram verði léttskýjað á norðanverðu landinu auk þess sem það léttir til austlands eftir því sem líður á daginn. „Á Suður- og Vesturlandi verða ský á himni og mögulega koma einhverjir dropar úr sumum þeirra, eitthvað mun þó sjást til sólar milli skýja,“ segir í útskýringum Veðurstofunnar sem áætlar að hitinn í dag verði á bilinu 5 til 10 stig. Áfram er útlit fyrir hægviðri og sólríkt veður um mestallt land á morgun. Veðrið virðist ekki vera á förum því Veðurstofan segist ekki sjá „miklar breytingar“ í kortunum til miðvikudags. „Næstu þrjá daga er semsagt útlit fyrir hægan vind á landinu og viðunandi hitatölur yfir daginn, en svalt að næturlagi. Aðgerðaleysið í veðrinu má líta á sem eitt af einkennum vorsins á Íslandi og vorið er svo sannarlega komið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hægviðri og léttskýjað að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en allvíða næturfrost. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 3-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp á norðanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 með skýjuðu og úrkomulitlu veðri á Norður- og Austurlandi og hita 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum. Á sunnudag: Austlæg átt með rigningu á suðaustanverðu landinu, en bjart norðan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig. Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Það verða engar gríðarlegar sviptingar í veðrinu næstu daga að sögn Veðurstofunnar. Viðunandi hitatölur, hægur vindur, stöku rigning - vorið sé því svo sannarlega komið. Þannig er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu í dag. Áfram verði léttskýjað á norðanverðu landinu auk þess sem það léttir til austlands eftir því sem líður á daginn. „Á Suður- og Vesturlandi verða ský á himni og mögulega koma einhverjir dropar úr sumum þeirra, eitthvað mun þó sjást til sólar milli skýja,“ segir í útskýringum Veðurstofunnar sem áætlar að hitinn í dag verði á bilinu 5 til 10 stig. Áfram er útlit fyrir hægviðri og sólríkt veður um mestallt land á morgun. Veðrið virðist ekki vera á förum því Veðurstofan segist ekki sjá „miklar breytingar“ í kortunum til miðvikudags. „Næstu þrjá daga er semsagt útlit fyrir hægan vind á landinu og viðunandi hitatölur yfir daginn, en svalt að næturlagi. Aðgerðaleysið í veðrinu má líta á sem eitt af einkennum vorsins á Íslandi og vorið er svo sannarlega komið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hægviðri og léttskýjað að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en allvíða næturfrost. Á miðvikudag: Norðan og norðvestan 3-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp á norðanverðu landinu seinnipartinn. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 með skýjuðu og úrkomulitlu veðri á Norður- og Austurlandi og hita 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 9 stig að deginum. Á sunnudag: Austlæg átt með rigningu á suðaustanverðu landinu, en bjart norðan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira