Jordan aðeins í fjórða sæti á lista Isiah Thomas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 11:00 Michael Jordan með bikarinn eftir að hann vann loksins NBA-deildina árið 1991. Getty/Ken Levine Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira
Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Leik lokið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Leik lokið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Leik lokið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Sjá meira