Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 18:14 Mál EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni ehf. fer nú fyrir Hæstarétt. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira