Hvetur fólk eindregið til að bóka utanlandsferðir Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2020 10:42 Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, segir lítið vera um bókanir þessi misserin. „Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Sjá meira
„Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Sjá meira