Logi Ólafs hefði gert FH að Íslandsmeisturum ef Siggi Jóns hefði getað spilað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 13:00 Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga Ólafssyni og átti síðan eftir að þjálfa lið í sænsku deildinni. EPA/GORM KALLESTAD Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Logi Ólafsson fór yfir magnaðan þjálfaraferil sinn með Ríkharði Guðnasyni í Sportinu í kvöld í fyrrakvöld og þar á meðal ræddi hann árin sín sem þjálfari FH-liðsins. Logi Ólafsson var sá þjálfari sem kom FH-liðinu loksins aftur upp í deild þeirra bestu eftir margra ára veru í B-deildinni. Í framhaldinu festi FH-liðið sig í sessi í deildinni og tók svo til við að raða inn titlum. Ríkharður Guðnason nefndi það að sumir segja að Logi hafi lagt gruninn að þessu FH-ævintýri en FH varð átta sinnum Íslandsmeistari frá 2004 til 2016. Náði að plata Heimi Guðjóns í FH „Vonandi er eitthvað til í því en ég ætla þó ekki að halda því fram að svo sé. Ég hins vegar náði því að fá til liðsins reynda menn sem höfðu náð árangri í deildinni. Menn eins og Heimi Guðjónsson sem átti síðan sautján ára sögu í félaginu og það þykir mér mjög vænt um,“ sagði Logi Ólafsson. Einn af þeim var Sigurður Jónsson sem skipti yfir í FH í janúar 2001 en hann hafði sumarið á undan leitt Skagamenn til bikarmeistaratitils sem fyrirliði Akranesliðsins. Logi Ólafsson hafði sumarið á undan komið FH aftur upp í efstu deild eftir fimm ára fjarveru og fékk Sigurð til að koma til nýliðanna í deildinni. Þekkti Sigga Jóns vel úr bæði ÍA og landsliðinu Logi hafði bæði spilað fyrir Loga hjá ÍA þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar saman 1995 en einnig hjá íslenska landsliðinu. Sigurður Jónsson var meðal annars fyrirliði landsliðsins í fyrsta landsleiknum sem Logi Ólafsson stýrði árið 1996. Sigurður var þarna orðin 34 ára gamall og átti að baki mörg ár í atvinnumennsku og 94 leiki í efstu deild. Þeir urðu hins vegar ekki fleiri. Hann þurfti að fara í aðgerð á hné í byrjun apríl og gat ekkert leikið með FH á tímabilinu. Sigurður lagði síðan skóna á hilluna. „Ég fékk Sigurð Jónsson til að koma þarna sem leikmann. Ég held því fram að við hefðum unnið mótið ef hann hefði spilað með okkur en hann gat það ekki,“ sagði Logi Ólafsson. FH endaði 2001 tímabilið í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum sem voru Íslandsmeistarar ÍA og silfurlið ÍBV. FH var þremur stigum á eftir ÍA og ÍBV fyrir tvær síðustu umferðirnar en tapaði fyrir Grindavík á heimavelli í 17. umferð og átti þá ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður tók síðan við FH af Loga Logi gerði Sigurð hins vegar að aðstoðarþjálfara FH-liðsins og Sigurður Jónsson tók síðan við FH-liðinu af Loga um haustið þegar Logi fór út Noregs til að verða aðstoðarþjálfari hjá Lilleström. Sigurður Jónsson varð sex sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu en Íslandsmeistaratitlarnir voru greinilega nálægt því að vera sjö talsins ef marka má fullyrðingu Loga. Hér fyrir neðan má sjá það sem Logi sagði um tíma sinn hjá FH frá 2000 til 2001. Klippa: Sportið í kvöld: Logi Ólafsson um árin í FH
Pepsi Max-deild karla FH Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira