Lausnir jafnaðarmanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2020 16:30 Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun