Lögreglan í Ástralíu skaut árásarmann til bana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 12:43 Fimm særðust í árásinni og tveir af þeim alvarlega. EPA/RICHARD WAINWRIGHT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Vitni sögðu í samtali við staðarmiðla að maðurinn hafi verið vopnaður „stórum hníf“ sem hann veifaði að almenningi og lögreglumönnum í verslunarmiðstöðinni áður en þau heyrðu mikla hvelli og öskur. Fylkisstjóri Vestur-Ástralíu sagði í samtali við staðarmiðla að árásarmaðurinn hafi verið skotinn með rafbyssu af lögreglu en það hafi ekki stoppað hann. „Hann réðst að lögreglumönnunum og var síðan skotinn af þeim.“ Lögreglan segir að af manninum hafi stafað mikil hætta og biðlar til almennings að stíga fram ef myndbönd hafi náðst af atvikinu. Ekki hefur neitt komið fram um hvort árásin hafi verið hryðjuverk. Árásin var framin um klukkan 10 að staðartíma á föstudag. Kona sem varð vitni að árásinni sagði í samtali við fréttastofu ABC að hún hafi flúið út úr verslunarmiðstöðinni eftir að hafa mætt manninum fyrir framan inngang miðstöðvarinnar. „Ég sá manninn sveifla risastórum hníf að konu sem var með smábarn í kerru,“ sagði Shelley Farquhar. „Hann hætti við að ráðast á hana og fór inn vegna þess að ég var þar og sveiflaði hnífnum að mér,“ bætti hún við. Lögreglan í Pilbara staðfesti að maðurinn sem lést var „manneskja sem lögreglan hafði nálgast og hann dó af skotsárum.“ „Lögreglan mun rannsaka það hvernig fólkið fékk áverkana,“ sagði í yfirlýsingu. South Hedland er lítill bær í Pilbara héraðinu í Vestur-Ástralíu. Pilbara er mjög dreifbýlt hérað og vinna flestir íbúar þess við námuiðnað eða annan iðnað sem tengist námuverkun. Tilkynningar um árásarmanninn bárust frá þónokkrum vitnum og kom meðal annars fram að hann klæddist gulum vinnujakka. Enn hafa ekki verið borin kennsl á árásarmanninn. Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Lögreglan í Vestur-Ástralíu skaut mann til bana eftir að hann stakk fjölda fólks með hníf í verslunarmiðstöð í bænum South Hedland í Pilbara héraðinu. Fimm slösuðust í árásinni og tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Vitni sögðu í samtali við staðarmiðla að maðurinn hafi verið vopnaður „stórum hníf“ sem hann veifaði að almenningi og lögreglumönnum í verslunarmiðstöðinni áður en þau heyrðu mikla hvelli og öskur. Fylkisstjóri Vestur-Ástralíu sagði í samtali við staðarmiðla að árásarmaðurinn hafi verið skotinn með rafbyssu af lögreglu en það hafi ekki stoppað hann. „Hann réðst að lögreglumönnunum og var síðan skotinn af þeim.“ Lögreglan segir að af manninum hafi stafað mikil hætta og biðlar til almennings að stíga fram ef myndbönd hafi náðst af atvikinu. Ekki hefur neitt komið fram um hvort árásin hafi verið hryðjuverk. Árásin var framin um klukkan 10 að staðartíma á föstudag. Kona sem varð vitni að árásinni sagði í samtali við fréttastofu ABC að hún hafi flúið út úr verslunarmiðstöðinni eftir að hafa mætt manninum fyrir framan inngang miðstöðvarinnar. „Ég sá manninn sveifla risastórum hníf að konu sem var með smábarn í kerru,“ sagði Shelley Farquhar. „Hann hætti við að ráðast á hana og fór inn vegna þess að ég var þar og sveiflaði hnífnum að mér,“ bætti hún við. Lögreglan í Pilbara staðfesti að maðurinn sem lést var „manneskja sem lögreglan hafði nálgast og hann dó af skotsárum.“ „Lögreglan mun rannsaka það hvernig fólkið fékk áverkana,“ sagði í yfirlýsingu. South Hedland er lítill bær í Pilbara héraðinu í Vestur-Ástralíu. Pilbara er mjög dreifbýlt hérað og vinna flestir íbúar þess við námuiðnað eða annan iðnað sem tengist námuverkun. Tilkynningar um árásarmanninn bárust frá þónokkrum vitnum og kom meðal annars fram að hann klæddist gulum vinnujakka. Enn hafa ekki verið borin kennsl á árásarmanninn.
Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00
Næst stærsta flugfélag Ástralíu í þrot Næst stærsta flugfélag Ástralíu, Virgin Australia, hefur lýst yfir gjaldþroti og er því fyrsta ástralska stórfyrirtækið sem verður faraldrinum að bráð. 21. apríl 2020 06:58