Körfubolti

Hafnaði 15 milljörðum fyrir tveggja tíma vinnu

Sindri Sverrisson skrifar
Michael Jordan á nóg til hnífs og skeiðar og hafnaði ótrúlegu tilboði.
Michael Jordan á nóg til hnífs og skeiðar og hafnaði ótrúlegu tilboði. VÍSIR/GETTY

Fyrrverandi umboðsmaður Michael Jordan hefur rifjað upp ótrúlega sögu af körfuboltastjörnunni sem greinilega lætur peninga ekki alfarið stjórna sínum ákvörðunum.

Menn keppast þessa dagana við að rifja upp sögur af Jordan í tilefni af heimildaþáttaröð ESPN, The Last Dance, þar sem fjallað er um Jordan og Chicago Bulls-liðið sem hann fór fyrir. Umboðsmaðurinn David Falk er einn af þeim:

„Ég kom til hans [Jordans] fyrir þremur árum síðan með tilboð upp á 100 milljónir Bandaríkjadala [jafnvirði tæplega 15 milljarða króna]. Það eina sem hann þurfti að gera, fyrir utan að setja nafnið sitt á vöruna, var að mæta í tvo tíma og kynna samninginn. Hann hafnaði því,“ sagði Falk en gaf þó ekki upp hvaða vöru um var að ræða.

„Guð blessi hann. Honum hefur gengið svo vel að hann getur alveg valið það sem hann vill en sleppt því sem hann hefur ekki áhuga á. Ég dáist að því. Hann vandar mjög, mjög vel valið á því sem hann tekur þátt í,“ sagði Falk.

NBA

Tengdar fréttir

Charles Barkley sagði sögur af Michael Jordan

Allir eru að rifja upp sögur af Michael Jordan í tilefni af því heimildaþættirnir "The Last Dance" hafa slegið í gegn og Charles Barkley er þar engin undantekning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×