Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 12:00 Michael Jordan treður boltanum með tilþrifum í körfuna í leik með Chicago Bulls. Getty/Craig Hacker Madison Square Garden höllin hjá New York Knicks var í miklu uppáhaldi hjá Michael Jordan og þar átti hann marga af sínum bestu leikjum á NBA-ferlinum. Michael Jordan vissi að leikur hans í Madison Square Garden tímabilið 1997-98 yrði mögulega hans síðasti í húsinu og kappinn vildi halda upp á það með sérstökum hætti. Jordan talaði um þennan síðasta leik með Chicago Bulls í New York í fimmta þættinum af „The Last Dance“ en leikurinn fór fram 8. mars 1998. Jordan ákvað að draga fram fyrstu Air Jordan skóna sem höfðu slegið í gegn með svo eftirminnilegum hætti þegar hann kom inn í NBA-deildina 1984. Það kostaði hans hins vegar mikinn sársauka að spila í skóm sem hann hafði ekki spilað í svo lengi. "By halftime my feet are bleeding, but I'm having a good game, I don't want to take them off."In his final game at MSG as a Bull, MJ put on 14-year-old 'Chicago' Air Jordan 1s that were a size too small. He dropped 42. #TheLastDance pic.twitter.com/KQMP2G4Ajg— ESPN (@espn) April 28, 2020 „Það var farið að blæða út fótunum mínum fyrir hálfleik en ég var að spila vel og vildi ekki fara úr þeim,“ rifjaði Michael Jordan. Það er óhætt að segja að hann hafi átt góðan leik því Jordan endaði leikinn með 42 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Eftir leikinn var hins vegar komið að stund sannleikans. Uppátækið hans hafði haft sín áhrif á þessa verðmætu fætur. „Ég tók skóna af mér eins fljótt og ég gat. Þegar ég komst úr þeim þá voru sokkarnir gegndrepa af blóði,“ sagði Michael Jordan. I couldn t take those shoes off fast enough. And when I took the shoes off, my sock was soaked in blood, Michael Jordan said as quoted by ESPN. | @MarkGiongcoINQ https://t.co/9MoEAApBnz— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) April 29, 2020 „Það var gaman að koma hingað til að spila en rifja um leið upp gömlu góðu tímana sem ég hef átt í þessu húsi. Skórnir voru hluti af því. Ég er samt að drepast í fótunum,“ sagði Michael Jordan á blaðamannafundi eftir leikinn. Fæturnir voru ekki verra en það að tveimur dögum seinna þá skoraði Jordan 37 stig í sigri á Miami Heat. Michael Jordan var með 28,7 stig að meðaltali á lokaári sínu með Chicago Bulls. NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Madison Square Garden höllin hjá New York Knicks var í miklu uppáhaldi hjá Michael Jordan og þar átti hann marga af sínum bestu leikjum á NBA-ferlinum. Michael Jordan vissi að leikur hans í Madison Square Garden tímabilið 1997-98 yrði mögulega hans síðasti í húsinu og kappinn vildi halda upp á það með sérstökum hætti. Jordan talaði um þennan síðasta leik með Chicago Bulls í New York í fimmta þættinum af „The Last Dance“ en leikurinn fór fram 8. mars 1998. Jordan ákvað að draga fram fyrstu Air Jordan skóna sem höfðu slegið í gegn með svo eftirminnilegum hætti þegar hann kom inn í NBA-deildina 1984. Það kostaði hans hins vegar mikinn sársauka að spila í skóm sem hann hafði ekki spilað í svo lengi. "By halftime my feet are bleeding, but I'm having a good game, I don't want to take them off."In his final game at MSG as a Bull, MJ put on 14-year-old 'Chicago' Air Jordan 1s that were a size too small. He dropped 42. #TheLastDance pic.twitter.com/KQMP2G4Ajg— ESPN (@espn) April 28, 2020 „Það var farið að blæða út fótunum mínum fyrir hálfleik en ég var að spila vel og vildi ekki fara úr þeim,“ rifjaði Michael Jordan. Það er óhætt að segja að hann hafi átt góðan leik því Jordan endaði leikinn með 42 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Eftir leikinn var hins vegar komið að stund sannleikans. Uppátækið hans hafði haft sín áhrif á þessa verðmætu fætur. „Ég tók skóna af mér eins fljótt og ég gat. Þegar ég komst úr þeim þá voru sokkarnir gegndrepa af blóði,“ sagði Michael Jordan. I couldn t take those shoes off fast enough. And when I took the shoes off, my sock was soaked in blood, Michael Jordan said as quoted by ESPN. | @MarkGiongcoINQ https://t.co/9MoEAApBnz— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) April 29, 2020 „Það var gaman að koma hingað til að spila en rifja um leið upp gömlu góðu tímana sem ég hef átt í þessu húsi. Skórnir voru hluti af því. Ég er samt að drepast í fótunum,“ sagði Michael Jordan á blaðamannafundi eftir leikinn. Fæturnir voru ekki verra en það að tveimur dögum seinna þá skoraði Jordan 37 stig í sigri á Miami Heat. Michael Jordan var með 28,7 stig að meðaltali á lokaári sínu með Chicago Bulls.
NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira