„Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:39 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki. Mikilvægt sé að hafa hér flugfélag sem sé með höfuðstöðvar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira