Enski boltinn

Ederson í einangrun og mögulega ekki með á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ederson er talinn einn af betri markvörðum heims svo það verður mikill missir af hann spilar ekki með City á morgun.
Ederson er talinn einn af betri markvörðum heims svo það verður mikill missir af hann spilar ekki með City á morgun. vísir/Getty

Ederson, markvörður Manchester City, er í einangrun og gæti því misst af stórleiknum gegn Chelsea á sunnudaginn er liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni

Leikur City gegn Everton var frestað á mánudaginn vegna kórónuveirusmita en nú eru fimm leikmenn City með veiruna. Þetta sagði Pep Guardiola, stjóri liðsins, á fréttamannafundi í gær.

Brasilíski markvörðurinn birti mynd af sér í gær á Instagram þar sem hann sást fagna nýu ári.

Í textanum undir myndinni skrifaði Ederson að hann væri í einangrun og einnig sást hann með grímu á heimili sínu.

City á mikilvægan leik á sunnudaginn er liðið mætir Chelsea á útivelli en Kyle Walker og Gabriel Jesus höfðu greinst með veiruna. Ekki er vitað hvaða þrír aðrir leikmann hafa greinst.


Tengdar fréttir

Man. City hóf æfingar að nýju í dag

Manchester City hóf æfingar að nýju í dag eftir að kórónuveirusmit greindist í herbúðum liðsins fyrr í vikunni og leiknum gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×