Enski boltinn

Her­rera kemur Ca­vani til varnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cavani verður ekki með United á næstunni vegna færslunnar umdeildu á Instagram.
Cavani verður ekki með United á næstunni vegna færslunnar umdeildu á Instagram. EPA-EFE/Martin Rickett

Ander Herrera, fyrrum miðjumaður Manchester United og núverandi leikmaður PSG, er ósáttur með þriggja leikbannið sem Edinson Cavani, framherji United, var dæmdur í á Þorláksmessu.

Cavani var dæmdur I bannið eftir að hafa endurpóstaði færslu frá nánum vini sínum með orði sem hefur verið túlkað sem kynþáttaníð en úrúgvæski framherjinn þvertekur fyrir það.

Cavani eyddi á endanum færslunni eftir að hafa fengið ábendingar um að þetta gæti verið túlkað sem kynþáttaníð en það dugði þó ekki til þess að sleppa við bannið.

„Ef þeir setja þig í bann fyrir þetta þá er heimurinn að fara í skítinn (e. shit). Knús og vertu sterkur,“ skrifaði Herrera við færslu Cavani þar sem hann sagðist ósammála dómnum en myndi taka út sína refsingu.

Cavani missti af leiknum gegn Aston Villa í gærkvöldi og mun einnig af Manchester slagnum í deildarbikarnum og enska bikarslagnum gegn Watford.

Cavani og Herrera léku saman á síðustu leiktíð með PSG áður en Cavani yfirgaf félagið og samdi svo við United.


Tengdar fréttir

Cavani kærður fyrir Instagram færsluna

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Edinson Cavani, framherja Manchester United, fyrir færslu sem hann setti á Instagram í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×