Curry rauðglóandi og skoraði 62 stig í sigri Golden State Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 07:30 Damion Lee þurfti að kæla Stephen Curry niður eftir leikinn gegn Portland Trail Blazers. getty/Ezra Shaw Stephen Curry fór hamförum og skoraði 62 stig þegar Golden State Warriors sigraði Portland Trail Blazers, 137-122, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Curry hitti úr átján af 31 skoti sem hann tók í leiknum, þar af átta af sextán þriggja stiga skotum. Þá skoraði hann átján stig af vítalínunni. Þetta er það mesta sem Curry hefur skorað í leik á ferlinum en gamla metið hans voru 54 stig. EVERY BUCKET from @StephCurry30's career night! Career-high 62 points on 18-31 FGM Career-high 18 free throws made pic.twitter.com/pLtoz3I8SJ— NBA (@NBA) January 4, 2021 All the angles of Steph s WILD TRIPLE for 62! pic.twitter.com/DzU8PWsnpc— NBA (@NBA) January 4, 2021 Curry er jafnframt fyrsti leikmaðurinn síðan Kobe Bryant í desember 2005 til að skora 62 stig á aðeins 36 mínútum eða minna í leik. Þá er Curry fyrsti leikmaður Golden State sem skorar 62 stig eða meira í leik í 47 ár, eða síðan Rick Barry skoraði 64 stig í leik 1974. Stephen Curry is the first @Warriors player to score 62+ points since Rick Barry (64 points) on March 26, 1974. @EliasSports pic.twitter.com/cwKrqB6plr— NBA History (@NBAHistory) January 4, 2021 Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies á útivelli, 94-108. LeBron James skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Lakers sem hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu. Hitt liðið í Los Angeles, Clippers, vann einnig góðan útisigur á Phoenix Suns, 107-112. Paul George fór mikinn í liði Clippers og skoraði 39 stig. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix. Clippers, Phoenix og Lakers eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni; fimm sigra og tvö töp. Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Washington Wizards, 122-123. Bradley Beal hélt uppteknum hætti frá fyrstu leikjum tímabilsins og skoraði 27 stig og tók tíu fráköst í liði Washington. Russell Westbrook skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Þrjátíu stig frá Kyrie Irving og 28 stig frá Kevin Durant dugðu Brooklyn skammt í leiknum. Úrslitin í nótt Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Curry hitti úr átján af 31 skoti sem hann tók í leiknum, þar af átta af sextán þriggja stiga skotum. Þá skoraði hann átján stig af vítalínunni. Þetta er það mesta sem Curry hefur skorað í leik á ferlinum en gamla metið hans voru 54 stig. EVERY BUCKET from @StephCurry30's career night! Career-high 62 points on 18-31 FGM Career-high 18 free throws made pic.twitter.com/pLtoz3I8SJ— NBA (@NBA) January 4, 2021 All the angles of Steph s WILD TRIPLE for 62! pic.twitter.com/DzU8PWsnpc— NBA (@NBA) January 4, 2021 Curry er jafnframt fyrsti leikmaðurinn síðan Kobe Bryant í desember 2005 til að skora 62 stig á aðeins 36 mínútum eða minna í leik. Þá er Curry fyrsti leikmaður Golden State sem skorar 62 stig eða meira í leik í 47 ár, eða síðan Rick Barry skoraði 64 stig í leik 1974. Stephen Curry is the first @Warriors player to score 62+ points since Rick Barry (64 points) on March 26, 1974. @EliasSports pic.twitter.com/cwKrqB6plr— NBA History (@NBAHistory) January 4, 2021 Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies á útivelli, 94-108. LeBron James skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Lakers sem hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu. Hitt liðið í Los Angeles, Clippers, vann einnig góðan útisigur á Phoenix Suns, 107-112. Paul George fór mikinn í liði Clippers og skoraði 39 stig. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix. Clippers, Phoenix og Lakers eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni; fimm sigra og tvö töp. Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Washington Wizards, 122-123. Bradley Beal hélt uppteknum hætti frá fyrstu leikjum tímabilsins og skoraði 27 stig og tók tíu fráköst í liði Washington. Russell Westbrook skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Þrjátíu stig frá Kyrie Irving og 28 stig frá Kevin Durant dugðu Brooklyn skammt í leiknum. Úrslitin í nótt Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas
Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira