Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:26 Úrslit kosninganna í Georgíu munu koma til með að skipta miklu máli fyrir Joe Biden. Chip Somodevilla/Getty Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43
Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent