Spillti bóluefninu því hann taldi það breyta erfðaefni manna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 22:37 Steven Brandenburg spillti bóluefni sem talið er að hefði dugað fyrir minnst fimm hundruð manns. AP/Ozaukee County Sheriff Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum, sem eyðilagði hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, sagðist í samtali við lögreglu sannfærður um það að bóluefnið við veirunni breytti erfðaefni manna. Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira