Er áramótaheitið að byrja að spara? Björn Berg Gunnarsson skrifar 6. janúar 2021 08:01 Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Tvennt er ofarlega á lista þegar strengja á heit: Að koma sér í form eftir jólamarineringuna og byrja loksins að spara. Mikilvægt er að muna að hvort tveggja er hægt að gera án þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Það krefst bara undirbúnings og þrautseigju. „Bara“ segi ég, þetta er nú kannski aðeins erfiðara en svo. Enda eigum við mörg til að strengja áramótaheitin svo duglega að þau slitna við minnstu spennu. Hvers vegna gengur þetta svona illa? Það þarf ekki að tyggja ofan í okkur hvers vegna við ættum að huga að heilsunni og leggja fyrir. Samt sem áður gengur það merkilega illa hjá makalaust mörgum. Ein helsta ástæðan er að við komum okkur bara ekki í að byrja. Fyrsta skrefið er að skrá sig og gera áætlun en það reynist okkur mörgum um of og aldrei er haldið af stað. Þar að auki get ég mér þess til að þó svo við afrekum að festa kaup á líkamsræktarkorti eða krota markmið niður á blað höldum við ekki öll út árið. Veski landsmanna eru full af vannýttum kortum og skápar af splúnkunýjum íþróttaskóm. Þarna komum við þó að talsverðum mun á heitinu um úrbætur á líkamlegu formi og sparnað. Það er ólíklegt að við belgjumst út af vöðvamassa við það að senda einhvern annan í bekkinn í okkar stað. Það merkilega við sparnaðinn er þó að því minni vinnu sem við leggjum í hann, þegar hann er á annað borð hafinn, því betur gengur. Ástæðan er sú að svo gott sem eina leiðin sem virkar við að byggja upp sparnað er að hann sé sjálfvirkur. Í hverjum mánuði er millifært af launareikningnum okkar inn á sjóð eða sparnaðarreikning og sparnaðurinn er meðhöndlaður eins og reikningur í sjálfvirkri skuldfærslu. Þannig missum við aldrei út mánuð og fyrirhöfnin er engin. Ef við ætlum sjálf, um hver mánaðamót, að velta fyrir okkur hvort og þá hversu mikið megi leggja fyrir er ekki ólíklegt að við finnum okkur eitthvað betra við aurana að gera og sparnaðurinn verði lagður á hilluna við hlið sippu- og svitabandanna. Strengjum þess heit að standa við áramótaheitið að þessu sinni Hvernig væri að láta sparnaðinn ganga upp þetta árið? Hann sér um sig sjálfur þegar búið er að stilla hann, en fyrstu skrefin fetar þú þó þannig: Fyrir hverju skal spara? Markmiðin mega vera nokkur, svo sem varasjóður, íbúðakaup, efri árin, ferðalög, jólin og fleira. Stofnaðu reikning eða sjóð fyrir hvert og eitt. Hversu mikið þarf að leggja fyrir? Reiknaðu út þörfina, út frá þeim tíma sem þú hefur, fjárhagslegu svigrúmi og þeirri neyslu sem þú getur dregið úr til að auka við sparnað. Ráðfærðu þig við sérfræðing Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa í banka. Gefðu þér hálftíma í gott spjall svo þú veljir sem bestan ávöxtunarkost fyrir sparnaðinn þinn að teknu tilliti til þinna aðstæðna, þekkingar, þolinmæði og smekks. Facebook hópar eru góðir til síns brúks en þar er faglegustu svörin ekki endilega að finna. Skráðu þig í sjálfvirkan sparnað Það tekur enga stund að skrá sparnaðinn í netbankanum eða símanum. Drífðu í því áður en þú gleymir því. Flóknara er það ekki. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun