Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 09:33 Jon Ossoff mun líklega sigra andstæðing sinn David Perdue og verða fimmtugasti öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins. AP/Branden Camp Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum. Með því eru fimmtíu Demókratar og fimmtíu Repúblikanar í öldungadeildinni og Kamala Harris, verðandi varaforseti, mun hafa úrslitaatkvæði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar áætlað að Demókratinn Raphael Warnock hafi sigrað andstæðing sinni, Kelly Loeffler. Warnock verður fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá suðurríki og í heildina ellefti svarti öldungadeildarþingmaðurinn. Loeffler hefur staðhæft að hún muni að endingu bera sigur úr býtum. Enn er of naumt á munum í baráttu þeirra Jon Ossoff, Demókrata, og David Perdue, Repúblikana, til að staðhæfa hvor mun sigra en útlit er fyrir að Ossoff muni sigra. Það gæti þó ekki orðið formlegt fyrr en eftir nokkra daga vegna talningar póstatkvæða og annarra utankjörfundaratkvæða. Kjósendur bíða í röð eftir því að greiða atkvæði.AP/Curtis Compton Ossoff leiðir nú með um sextán þúsund atkvæðum þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Þau atkvæði sem ekki hafa verið talin koma frá sýslum þar sem Demókrötum hefur vegnað betur en Repúblikönum og því búast sérfræðingar við að sigur Ossoff sé líklegri en ekki, samkvæmt grein Politico. Þegar þetta er skrifað, um hálf tíu að íslenskum tíma, áætla sérfræðingar New York Times að um 55 þúsund atkvæði séu ótalin. Flest þeirra eru frá úthverfum Atlanta. Ossoff now ahead by .4 points as the last bit of DeKalb in-person early vote arrives. The absentee ballots--tens of thousands remain, perhaps ~55k by our estimates--will likely put Ossoff over the .5 threshold recount tomorrow— Nate Cohn (@Nate_Cohn) January 6, 2021 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Með því eru fimmtíu Demókratar og fimmtíu Repúblikanar í öldungadeildinni og Kamala Harris, verðandi varaforseti, mun hafa úrslitaatkvæði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þegar áætlað að Demókratinn Raphael Warnock hafi sigrað andstæðing sinni, Kelly Loeffler. Warnock verður fyrsti svarti öldungadeildarþingmaðurinn frá suðurríki og í heildina ellefti svarti öldungadeildarþingmaðurinn. Loeffler hefur staðhæft að hún muni að endingu bera sigur úr býtum. Enn er of naumt á munum í baráttu þeirra Jon Ossoff, Demókrata, og David Perdue, Repúblikana, til að staðhæfa hvor mun sigra en útlit er fyrir að Ossoff muni sigra. Það gæti þó ekki orðið formlegt fyrr en eftir nokkra daga vegna talningar póstatkvæða og annarra utankjörfundaratkvæða. Kjósendur bíða í röð eftir því að greiða atkvæði.AP/Curtis Compton Ossoff leiðir nú með um sextán þúsund atkvæðum þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Þau atkvæði sem ekki hafa verið talin koma frá sýslum þar sem Demókrötum hefur vegnað betur en Repúblikönum og því búast sérfræðingar við að sigur Ossoff sé líklegri en ekki, samkvæmt grein Politico. Þegar þetta er skrifað, um hálf tíu að íslenskum tíma, áætla sérfræðingar New York Times að um 55 þúsund atkvæði séu ótalin. Flest þeirra eru frá úthverfum Atlanta. Ossoff now ahead by .4 points as the last bit of DeKalb in-person early vote arrives. The absentee ballots--tens of thousands remain, perhaps ~55k by our estimates--will likely put Ossoff over the .5 threshold recount tomorrow— Nate Cohn (@Nate_Cohn) January 6, 2021
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira