NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 13:01 Steve Kerr fylgist hér áhyggjufullur með leik hjá Golden State Warriors liðinu. Getty/ Ezra Shaw Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum