NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 13:01 Steve Kerr fylgist hér áhyggjufullur með leik hjá Golden State Warriors liðinu. Getty/ Ezra Shaw Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Leikir næturinnar í NBA deildinni í körfubolta fóru fram í skugga óeirðanna í þinghúsi Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Donalds Trump ruddust inn í þinghúsið sem og inn á skrifstofur þingmanna. Þjálfararnir Doc Rivers hjá Philadelphia, 76ers, Brad Stevens hjá Boston Celtis og Steve Kerr hjá Golden State voru meðal þeirra sem tjáðu sig um atburði gærdagsins, bæði um að demókratar hafi unnið báðar kosningarnar í Georgíu fylki en aðallega um innrásina í þinghúsið. „Sannleikurinn skiptir máli, bæði í okkar landi sem og annars staðar, vegna afleiðinga þess ef við leyfum lygum að lifa. Ef við kjósum fólk í valdastöður sem ljúga þá höfum við allt í einu milljónir manns sem efast um kosningar sem voru staðfestar í öllum fylkjum. Það voru sjö eða átta milljón fleiri sem kusu Biden frekar en Trump,“ sagði Steve Kerr eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Steve Kerr um innrásina í þinghúsið „Þúsundir af hvítu fólki getur ruðst inn í þinghúsið án þess að mæta mikilli mótstöðu frá lögreglunni en þegar tólf ára svartur drengur leikur sér með leikfangabyssu í almenningsgarði, þegar fimmtán ára svartur drengur gengur heim eftir að hafa keypt Skittles poka eða þegar ungur svartur maður skokkar um hverfið, þá er það stórhættulegt. Það er hins vegar í lagi að þúsundir svikara ryðjist inn í þinghúsið án nokkurra varna. Þetta eru svo gapandi táknmynd um óréttlætið í okkar landi,“ sagði Steve Kerr. Hann var ekki sá eini sem ræddi atburði gærkvöldsins á blaðamannfundi eftir leik síns liðs i NBA-deildinni í nótt. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Brad Stevens um innrásina í þinghúsið Doc Rivers var sammála því að gærdagurinn hafi verið merki um hlutirnir séu að breytast. „Meirihlutinn hefur talað. Ég er svo stoltur af Georgíufylki. Það var bara lítill hópur sem ákvað að vera með óeirðir en fyrir utan það þá erum við á betri stað núna. Það samt að geta brotist inn í þinghúsið án þess að mæta alvöru andstöðu snertir mann ekki síst þegar maður er svartur Bandaríkjamaður,“ sagði Doc Rivers eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Doc Rivers um innrásina í þinghúsið Það voru líka fleiri þjálfarar sem tjáðu sig eins og Stan Van Gundy hjá New Orleans Pelicans, Mike Budenholzer hjá Milwaukee Bucks og Dwane Casey hjá Detroit Pistons. Stan Van Gundy sagði þetta vera vandræðalegan og smánarlegan dag fyrir bandarísku þjóðina, Budenholzer sagði að þetta hafi verið mjög óhugnanlegt og Casey talaði um hversu hættulegt þetta væri. Hér fyrir neðan má sjá viðtölin við þá þrjá. Klippa: NBA þjálfarar um atburðina í þinghúsi Bandaríkjanna NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira