NBA dagsins: Íhuguðu að mæta ekki til leiks í mótmælaskyni en unnu sætan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 14:32 Leikmenn Boston Celtics krupu á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. getty/Michael Reaves Úrslitin réðust á lokandartökunum þegar Miami Heat tók á móti Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann leikinn, 105-107. Nýliðinn Payton Pritchard skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann tók þá sóknarfrákast eftir skot Marcus Smart og kom boltanum ofan í körfuna. Leikmenn Boston íhuguðu að spila leikinn ekki í mótmælaskyni við skrílslætin í þinghúsinu í Washington. Þeir mættu þó til leiks og unnu liðið sem sló þá út í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston, eftir leikinn í nótt. „Íþróttir eru oft notaðar til að lyfta fólki upp og breiða út gleðina,“ sagði Jaylen Brown sem skoraði 21 stig fyrir Boston gegn Miami. Jayson Tatum var stigahæstur Boston-manna með 27 stig. Hetjan Pritchard skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á tuttugu mínútum. Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar með sex sigra og þrjú töp. Miami er í 11. sæti með þrjá sigra og fjögur töp. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Miami og Boston. Þar má einnig sjá brot úr sigri Philadelphia 76ers á Washington Wizards og úr sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 7. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01 Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Boston vann leikinn, 105-107. Nýliðinn Payton Pritchard skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann tók þá sóknarfrákast eftir skot Marcus Smart og kom boltanum ofan í körfuna. Leikmenn Boston íhuguðu að spila leikinn ekki í mótmælaskyni við skrílslætin í þinghúsinu í Washington. Þeir mættu þó til leiks og unnu liðið sem sló þá út í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston, eftir leikinn í nótt. „Íþróttir eru oft notaðar til að lyfta fólki upp og breiða út gleðina,“ sagði Jaylen Brown sem skoraði 21 stig fyrir Boston gegn Miami. Jayson Tatum var stigahæstur Boston-manna með 27 stig. Hetjan Pritchard skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á tuttugu mínútum. Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar með sex sigra og þrjú töp. Miami er í 11. sæti með þrjá sigra og fjögur töp. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Miami og Boston. Þar má einnig sjá brot úr sigri Philadelphia 76ers á Washington Wizards og úr sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 7. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01 Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01
Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00