Geta ekki beðið í þrettán daga Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 17:39 Frá þingfundi í nótt. Þingmenn úr báðum flokkum eru sagðir órólegir og vilja losna við Trump úr embætti. Getty/Greg Nash Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana- og Demókrataflokksins hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé ótækt að Trump sitji lengur í embætti eftir atburði gærdagsins, þegar múgur réðst inn í þinghúsið til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og mótmæla kjöri Biden. Viðbrögð Trump hafa verið harðlega gagnrýnd þar sem hann gerði lítið til þess að lægja öldurnar og sagðist skilja reiði þeirra. Fjórir létust í árásinni á þinghúsið, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, sem skotin var til bana af lögreglu. Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter sáu ástæðu til þess að taka færslur forsetans til skoðunar og var lokað á aðgang hans í kjölfar þeirra. Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar eftir því að viðaukinn verði virkjaður. Það sé nauðsynlegt til þess að vernda lýðræðið. „Gærdagurinn var sorgardagur eins og við vitum öll,“ sagði hann og bætti við að Trump og aðrir leiðtogar bæru mikla ábyrgð á því sem gerðist í gær. Styrkur stjórnarskrárinnar og lýðræðisins hafi þó haldið en það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar. It’s with a heavy heart I am calling for the sake of our Democracy that the 25th Amendment be invoked. My statement: pic.twitter.com/yVyQrYcjuD— Adam Kinzinger (@RepKinzinger) January 7, 2021 Þá hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagt óásættanlegt að Trump sitji áfram í embætti. Samflokkskona hans í fulltrúadeildinni, þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, segir nauðsynlegt að þingið komi saman og hefji ákæruferli ef viðaukinn verði ekki virkjaður. „Við búum ekki svo vel að hafa tíma,“ skrifaði hún. If the 25th amendment is not invoked today, Congress must reconvene immediately for impeachment and removal proceedings.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 7, 2021 Í gær var greint frá því að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að virkja viðaukann og að Mike Pence, fráfarandi varaforseti, tæki þá við embætti forseta fram að embættistöku Biden. Ekkert var þó staðfest í þeim efnum en svo virðist sem fleiri séu sammála þeirri skoðun. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana- og Demókrataflokksins hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé ótækt að Trump sitji lengur í embætti eftir atburði gærdagsins, þegar múgur réðst inn í þinghúsið til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og mótmæla kjöri Biden. Viðbrögð Trump hafa verið harðlega gagnrýnd þar sem hann gerði lítið til þess að lægja öldurnar og sagðist skilja reiði þeirra. Fjórir létust í árásinni á þinghúsið, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, sem skotin var til bana af lögreglu. Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter sáu ástæðu til þess að taka færslur forsetans til skoðunar og var lokað á aðgang hans í kjölfar þeirra. Adam Kinzinger, þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar eftir því að viðaukinn verði virkjaður. Það sé nauðsynlegt til þess að vernda lýðræðið. „Gærdagurinn var sorgardagur eins og við vitum öll,“ sagði hann og bætti við að Trump og aðrir leiðtogar bæru mikla ábyrgð á því sem gerðist í gær. Styrkur stjórnarskrárinnar og lýðræðisins hafi þó haldið en það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar. It’s with a heavy heart I am calling for the sake of our Democracy that the 25th Amendment be invoked. My statement: pic.twitter.com/yVyQrYcjuD— Adam Kinzinger (@RepKinzinger) January 7, 2021 Þá hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagt óásættanlegt að Trump sitji áfram í embætti. Samflokkskona hans í fulltrúadeildinni, þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, segir nauðsynlegt að þingið komi saman og hefji ákæruferli ef viðaukinn verði ekki virkjaður. „Við búum ekki svo vel að hafa tíma,“ skrifaði hún. If the 25th amendment is not invoked today, Congress must reconvene immediately for impeachment and removal proceedings.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 7, 2021 Í gær var greint frá því að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að virkja viðaukann og að Mike Pence, fráfarandi varaforseti, tæki þá við embætti forseta fram að embættistöku Biden. Ekkert var þó staðfest í þeim efnum en svo virðist sem fleiri séu sammála þeirri skoðun.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37