Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 14:53 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Marc Israel Sellem Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. „Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
„Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira