Enski boltinn

Skipti um treyju við Fabin­ho en eftir spjall við einn úr þjálfara­t­eyminu tók hann á rás

Anton Ingi Leifsson skrifar
Louie Barry skoraði mark Aston Villa í gær. Hér gengur hann til hálfleiks.
Louie Barry skoraði mark Aston Villa í gær. Hér gengur hann til hálfleiks. Neville Williams/Getty

Hinn sautján ára gamli Louie Barry gleymir væntanlega seint gærkvöldinu er hann skoraði sitt fyrsta mark í aðalliðsfótbolta gegn ríkjandi ensku meisturunum í Liverpool.

Barry skoraði eina mark Villa er þeir töpuðu 4-1 fyrir Liverpool í 64 liða úrslitum enska bikarsins.

Villa stillti upp einkar ungu liði, með ekki einn leikmann úr aðalliði félagsins, eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá félaginu.

Það var hins vegar eftir leikinn sem Barry komst almennilega í fréttirnar en ungu strákarnir hjá Villa voru æstir í að fá treyjurnar hjá stórstjörnunum í Liverpool. Leikmenn eins og Mo Salah, Sadio Mane og fleiri til.

Barry var fljótur til og skipti um treyju við Fabinho. Englendingurinn fékk treyju Brassans og öfugt en skömmu síðar kom maður úr þjálfarateymi Villa til Barry og talaði aðeins við hann.

Skömmu síðar tók Barry á rás inn í leikmannagöngin og náði aftur í sína eigin treyju en Fabinho leyfði honum að halda sinni. Væntanlega vill hann eiga minningar um þennan leik og fyrsta markið sitt.

Atvikið skemmtilega má sjá hér að neðan en nóg af útsendingum úr enska bikarnum í dag. Þær allar má sjá hér.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×