Veiran og vísindin Henry Alexander Henrysson skrifar 9. janúar 2021 14:00 Það er ekki góð leið til að halda athygli lesenda pistils um veirufaraldurinn að byrja að tala um „hina fordæmalausu tíma“. Þetta er vafalaust þreyttasta klisja síðastliðins árs og það er ekki gaman að vera minntur á að þessir tímar standa enn yfir. Fordæmunum fjölgar vissulega en alltaf skal eitthvað nýtt koma upp á. Heilbrigðisvísindi fóru ekki varhluta af fordæmaleysinu á síðasta ári. Um allan heim stóð fremsta vísindafólk hvers lands í framlínu þess að útskýra sjúkdóminn fyrir sjálfum sér og öðrum og leita leiða til að bregðast við honum. Mörg okkar tóku þátt í einhvers konar vísindarannsóknum til að auka þekkingu á veirunni. Sumir gáfu lífsýni og aðrir svöruðu spurningalistum. Án þátttakenda væri erfitt að standa í metnaðarfullu vísindastarfi á heilbrigðissviði. Undanfarið hefur mest farið fyrir umræðu um þróun bóluefna og hefur ótrúlegur fjöldi fólks tekið þátt í prófunum á þeim víða um heim. Sem betur fer hefur í mörgum tilfellum svo vel tekist til að nú ræðum við meira um framleiðslu bóluefnanna og hvernig þeim er dreift á öflugan og réttlátan máta. Bóluefni er ekki það eina sem við fræddumst öll óvenjulega mikið um síðastliðna mánuði. Hugtakaforðinn okkar er orðinn annar. Hver gat talað um „hjarðónæmi“ fyrir ári síðan? En það hefur ekki verið sérstaklega auðvelt að tileinka sér þekkingu þótt hugtökin og upplýsingarnar skorti ekki. Upplýsingaóreiða er eitt meginþema undanfarinna mánaða. Vísindafólk hefur staðið í ströngu að sinna því hlutverki sínu að upplýsa almenning. Á Íslandi hefur það verið eftirtektarvert hversu margir hafa verið viljugir að leggja hönd á plóg í því skyni og gert það ákaflega vel. Vísindastarf hefur þurft að bregðast við fleiri áskorunum en felast bara í eðli veirunnar og birtingarmyndum hennar. Rannsóknir á heilbrigðissviði krefjast yfirlegu, ígrundunar og ríkulegs tíma svo bæði rannsóknarefnið og áhrif þess sé skoðuð frá öllum hliðum áður en hafist er handa. Meðan á farsóttum stendur og afleiðingar þeirra á samfélög eru óljós reynir mikið á rannsakendur að virða allar þær meginreglur sem þeir verða að hafa í heiðri. Hér á Íslandi höfum við ítarlegan lagaramma um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þá hafa þau siðferðilegu viðmið, sem lagaramminn er túlkun og útfærsla á, nýlega verið formlega skráð fyrir íslenskt vísindastarf í heild sinni. Hvoru tveggja styrkir trúverðugleika íslensks vísindafólks sem kemur fram í öflugri og aðdáunarverðri þátttöku almennings þegar kallað er eftir þátttakendum í rannsóknir. En á fordæmalausum tímum mun alltaf reyna á þau viðmið og reglur sem við höfum sameinast um. Þá er aldrei eins mikilvægt að rannsakendur, eftirlitsaðilar og heilbrigðisyfirvöld eigi í lifandi og opinni samræðu um hvernig gangi að mæta þeim kröfum sem þessir aðilar gera til hvers annars. Sérstaklega þegar tíminn er knappur og samfélagslegur þrýstingur mikill á skjótan árangur. Baráttunni er þar að auki hvergi nærri lokið og mikilvægt að við lærum sem fyrst af reynslu síðastliðins árs. Til þess að ýta undir og aðstoða þessa nauðsynlegu umræðu ætlar Vísindasiðanefnd að efna til málþings miðvikudaginn 13. janúar milli klukkan 13 og 16. Þar munu meðal annars taka til máls landlæknir, forstjóri Persónuverndar, forstöðulæknir Hjartaverndar og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Málþinginu verður streymt og mun sérfræðingum á sviðinu og almenningi bjóðast að varpa fram spurningum til frummælenda í pallborði. Dagskrá má nálgast á heimasíðu Vísindasiðanefndar (www.vsn.is) þar sem slóð á streymið mun einnig vera birt í næstu viku. Höfundur er heimspekingur og varaformaður Vísindasiðanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Henry Alexander Henrysson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er ekki góð leið til að halda athygli lesenda pistils um veirufaraldurinn að byrja að tala um „hina fordæmalausu tíma“. Þetta er vafalaust þreyttasta klisja síðastliðins árs og það er ekki gaman að vera minntur á að þessir tímar standa enn yfir. Fordæmunum fjölgar vissulega en alltaf skal eitthvað nýtt koma upp á. Heilbrigðisvísindi fóru ekki varhluta af fordæmaleysinu á síðasta ári. Um allan heim stóð fremsta vísindafólk hvers lands í framlínu þess að útskýra sjúkdóminn fyrir sjálfum sér og öðrum og leita leiða til að bregðast við honum. Mörg okkar tóku þátt í einhvers konar vísindarannsóknum til að auka þekkingu á veirunni. Sumir gáfu lífsýni og aðrir svöruðu spurningalistum. Án þátttakenda væri erfitt að standa í metnaðarfullu vísindastarfi á heilbrigðissviði. Undanfarið hefur mest farið fyrir umræðu um þróun bóluefna og hefur ótrúlegur fjöldi fólks tekið þátt í prófunum á þeim víða um heim. Sem betur fer hefur í mörgum tilfellum svo vel tekist til að nú ræðum við meira um framleiðslu bóluefnanna og hvernig þeim er dreift á öflugan og réttlátan máta. Bóluefni er ekki það eina sem við fræddumst öll óvenjulega mikið um síðastliðna mánuði. Hugtakaforðinn okkar er orðinn annar. Hver gat talað um „hjarðónæmi“ fyrir ári síðan? En það hefur ekki verið sérstaklega auðvelt að tileinka sér þekkingu þótt hugtökin og upplýsingarnar skorti ekki. Upplýsingaóreiða er eitt meginþema undanfarinna mánaða. Vísindafólk hefur staðið í ströngu að sinna því hlutverki sínu að upplýsa almenning. Á Íslandi hefur það verið eftirtektarvert hversu margir hafa verið viljugir að leggja hönd á plóg í því skyni og gert það ákaflega vel. Vísindastarf hefur þurft að bregðast við fleiri áskorunum en felast bara í eðli veirunnar og birtingarmyndum hennar. Rannsóknir á heilbrigðissviði krefjast yfirlegu, ígrundunar og ríkulegs tíma svo bæði rannsóknarefnið og áhrif þess sé skoðuð frá öllum hliðum áður en hafist er handa. Meðan á farsóttum stendur og afleiðingar þeirra á samfélög eru óljós reynir mikið á rannsakendur að virða allar þær meginreglur sem þeir verða að hafa í heiðri. Hér á Íslandi höfum við ítarlegan lagaramma um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þá hafa þau siðferðilegu viðmið, sem lagaramminn er túlkun og útfærsla á, nýlega verið formlega skráð fyrir íslenskt vísindastarf í heild sinni. Hvoru tveggja styrkir trúverðugleika íslensks vísindafólks sem kemur fram í öflugri og aðdáunarverðri þátttöku almennings þegar kallað er eftir þátttakendum í rannsóknir. En á fordæmalausum tímum mun alltaf reyna á þau viðmið og reglur sem við höfum sameinast um. Þá er aldrei eins mikilvægt að rannsakendur, eftirlitsaðilar og heilbrigðisyfirvöld eigi í lifandi og opinni samræðu um hvernig gangi að mæta þeim kröfum sem þessir aðilar gera til hvers annars. Sérstaklega þegar tíminn er knappur og samfélagslegur þrýstingur mikill á skjótan árangur. Baráttunni er þar að auki hvergi nærri lokið og mikilvægt að við lærum sem fyrst af reynslu síðastliðins árs. Til þess að ýta undir og aðstoða þessa nauðsynlegu umræðu ætlar Vísindasiðanefnd að efna til málþings miðvikudaginn 13. janúar milli klukkan 13 og 16. Þar munu meðal annars taka til máls landlæknir, forstjóri Persónuverndar, forstöðulæknir Hjartaverndar og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Málþinginu verður streymt og mun sérfræðingum á sviðinu og almenningi bjóðast að varpa fram spurningum til frummælenda í pallborði. Dagskrá má nálgast á heimasíðu Vísindasiðanefndar (www.vsn.is) þar sem slóð á streymið mun einnig vera birt í næstu viku. Höfundur er heimspekingur og varaformaður Vísindasiðanefndar.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar