Vilja minnka umferðarhraða á Bústaðavegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2021 06:45 Frá Bústaðavegi desembermorguninn sem Haraldur Karlsson sá þrjá bíla fara gegn rauðu ljósi. Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira