Vilja minnka umferðarhraða á Bústaðavegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2021 06:45 Frá Bústaðavegi desembermorguninn sem Haraldur Karlsson sá þrjá bíla fara gegn rauðu ljósi. Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira