Vandræðin aukast vegna veirunnar en NBA heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 07:30 Anthony Davis fór mikinn í Texas í nótt. Getty/Carmen Mandato Þó að leikmannahópar nokkurra NBA-liða hafi þynnst og að í gær hafi þurft að fresta leik Boston Celtics og Miami Heat, vegna kórónuveirusmita eða gruns um smit, stendur ekki til að stöðva keppni í deildinni. Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira