NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 14:30 Stephen Curry og Eric Paschall ánægðir í sigrinum nauma á Toronto Raptors. Getty/Ezra Shaw Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira