„Það mun enginn vorkenna okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 07:30 Dwight Howard argur í leiknum við Atlanta Hawks í nótt. Getty/Todd Kirkland Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira