Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 20:16 Þingforysta Repúblikanaflokksins virðist vera búin að fá sig fullsadda af uppátækjum forsetans. epa Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. Um er að ræða algjöra stefnubreytingu frá því að kosið var um ákærur gegn Trump í fyrra skiptið en þá var hart lagt að þingmönnum flokksins að standa með forsetanum. Kevin McCarthy, leiðtogi minnihlutans í neðri deildinni, hefur sagt að hann muni sjálfur greiða atkvæði gegn ákærum og leitast við að stýra öðrum í sömu átt. Hann hefur hins vegar varað samflokksmenn sína við því að tala illa um þá sem greiða atkvæði með, þar sem það kunni að stofna lífi viðkomandi í hættu. According to a GOP source on conference phone call yesterday, Kevin McCarthy warned members not to verbally attack colleagues who vote for impeachment because it could endanger their lives.— John McCormack (@McCormackJohn) January 12, 2021 McCarthy ræddi við Trump í síma í dag og sagði eftir á að forsetinn hefði að hluta gengist við ábyrgð sinni vegna atburðarásarinnar í þinghúsinu á dögunum. Símtalinu hefur hins vegar verið lýst sem spennuþrungnu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hefur lítið tjáð sig um ákærurnar en tveir samflokksmenn hans í efri deildinni hafa kallað eftir afsögn forsetans og ráðgjafar hans hafa sagt við fjölmiðla að allt að tólf eða svo gætu greitt atkvæði með ákærum. Ef allir þingmenn öldungadeildarinnar greiða atkvæði þurfa sautján repúblikanar að greiða atkvæði með demókrötum til að sakfella forsetann. Gengið verður til atkvæða á morgun. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Um er að ræða algjöra stefnubreytingu frá því að kosið var um ákærur gegn Trump í fyrra skiptið en þá var hart lagt að þingmönnum flokksins að standa með forsetanum. Kevin McCarthy, leiðtogi minnihlutans í neðri deildinni, hefur sagt að hann muni sjálfur greiða atkvæði gegn ákærum og leitast við að stýra öðrum í sömu átt. Hann hefur hins vegar varað samflokksmenn sína við því að tala illa um þá sem greiða atkvæði með, þar sem það kunni að stofna lífi viðkomandi í hættu. According to a GOP source on conference phone call yesterday, Kevin McCarthy warned members not to verbally attack colleagues who vote for impeachment because it could endanger their lives.— John McCormack (@McCormackJohn) January 12, 2021 McCarthy ræddi við Trump í síma í dag og sagði eftir á að forsetinn hefði að hluta gengist við ábyrgð sinni vegna atburðarásarinnar í þinghúsinu á dögunum. Símtalinu hefur hins vegar verið lýst sem spennuþrungnu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hefur lítið tjáð sig um ákærurnar en tveir samflokksmenn hans í efri deildinni hafa kallað eftir afsögn forsetans og ráðgjafar hans hafa sagt við fjölmiðla að allt að tólf eða svo gætu greitt atkvæði með ákærum. Ef allir þingmenn öldungadeildarinnar greiða atkvæði þurfa sautján repúblikanar að greiða atkvæði með demókrötum til að sakfella forsetann. Gengið verður til atkvæða á morgun.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira