Réttlætir árásir öfga vinstrimanna á þinghús á Íslandi en fordæmir árásir öfga hægrimanna á þinghús í Washington Elliði Vignisson skrifar 13. janúar 2021 15:00 Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Árás á bandaríska þinghúsið Elliði Vignisson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun