Verið er að salta helstu aðalleiðir og segir Þröstur Víðisson, yfirverkstjóri vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar, í samtali við RÚV að hálkan sé stórhættuleg því hún sjáist svo illa.
Frostrigning hafi verið í nótt sem hafi síðan þykknað á götum og gangstéttum. Slík rigning valdi því mikilli og glærri hálku sem erfitt sé að sjá.
„Fólk getur ekið á svona kafla og ræður þá ekki neitt við bílinn,“ segir Þröstur.
Vonast er til þess búið verði að salta allar aðalleiðir áður en mesta morgunumferðin hefst.
„„Við erum að berjast við þetta áður en fólk fer á ferð. Vonandi dugar það. Þetta er það versta sem ég hef séð í vetur,“ segir Þröstur.