Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 07:15 James Harden hefur verið stigahæstur í NBA-deildinni þrjú síðustu tímabil. Getty/Carmen Mandato Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. Brooklyn mun þar með geta teflt fram þremur af launahæstu leikmönnum deildarinnar, mönnum sem hæglega geta skorað 25 stig í leik. Harden hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú síðustu ár í röð. Fyrir eru hjá Brooklyn Kevin Durant, gamall liðsfélagi Hardens, og Kyrie Irving. Allir eru þeir með samning sem gildir til 2023. Harden verður þar með að ósk sinni eftir að hafa ekki farið leynt með það hve þreyttur hann væri á stöðu Houston Rockets, en þar hefur hann verið aðalmaðurinn um árabil. Núna ætti þessi 31 árs gamli leikmaður að geta barist um titla. Sources: Full current trade:Rockets: Victor Oladipo, Dante Exum, Rodions Kurucs, 3 BKN first-rounders (22, 24, 26), 1 MIL first (22, unprotected), 4 BKN 1st round swaps (21, 23, 25, 27) Nets: James HardenPacers: Caris LeVert, 2nd-rounderCavs: Jarrett Allen, Taurean Prince— Shams Charania (@ShamsCharania) January 13, 2021 Harden fer frá Houston til Brooklyn með aðkomu tveggja félaga til viðbótar, Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers, í flókinni félagaskiptafléttu sem aðeins á eftir að staðfesta. Frá þessu greina meðal annars ESPN og AP fréttaveitan. Brooklyn fórnar framtíðarvalréttum í nýliðavali, sem þýðir að staðan gæti versnað hratt þegar nýja stjörnutríóið lætur gott heita. Fléttan felur einnig í sér að Caris LeVert fari til Indiana frá Brooklyn, Victor Oladipo til Indiana frá Houston, og þeir Jarrett Allen og Taurean Prince til Cleveland frá Brooklyn. NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Brooklyn mun þar með geta teflt fram þremur af launahæstu leikmönnum deildarinnar, mönnum sem hæglega geta skorað 25 stig í leik. Harden hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú síðustu ár í röð. Fyrir eru hjá Brooklyn Kevin Durant, gamall liðsfélagi Hardens, og Kyrie Irving. Allir eru þeir með samning sem gildir til 2023. Harden verður þar með að ósk sinni eftir að hafa ekki farið leynt með það hve þreyttur hann væri á stöðu Houston Rockets, en þar hefur hann verið aðalmaðurinn um árabil. Núna ætti þessi 31 árs gamli leikmaður að geta barist um titla. Sources: Full current trade:Rockets: Victor Oladipo, Dante Exum, Rodions Kurucs, 3 BKN first-rounders (22, 24, 26), 1 MIL first (22, unprotected), 4 BKN 1st round swaps (21, 23, 25, 27) Nets: James HardenPacers: Caris LeVert, 2nd-rounderCavs: Jarrett Allen, Taurean Prince— Shams Charania (@ShamsCharania) January 13, 2021 Harden fer frá Houston til Brooklyn með aðkomu tveggja félaga til viðbótar, Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers, í flókinni félagaskiptafléttu sem aðeins á eftir að staðfesta. Frá þessu greina meðal annars ESPN og AP fréttaveitan. Brooklyn fórnar framtíðarvalréttum í nýliðavali, sem þýðir að staðan gæti versnað hratt þegar nýja stjörnutríóið lætur gott heita. Fléttan felur einnig í sér að Caris LeVert fari til Indiana frá Brooklyn, Victor Oladipo til Indiana frá Houston, og þeir Jarrett Allen og Taurean Prince til Cleveland frá Brooklyn.
NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira