Unnu sigur í fyrsta leiknum án Hardens Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 07:31 Christian Wood var stigahæstur hjá Houston Rockets í sigrinum í nótt. Getty/Ronald Cortes James Harden lék ekki með Houston Rockets í nótt vegna yfirvofandi vistaskipta hans til Brooklyn Nets en án hans vann Houston sinn fjórða leik á tímabilinu. Harden hefur verið aðalmaðurinn í Houston um árabil og stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Nú er komið að öðrum að láta ljós sitt skína hjá liðinu og Houston vann 109-105 sigur gegn San Antonio Spurs. Christian Wood var atkvæðamestur hjá Houston með 27 stig og 15 fráköst. Sterling Brown, sem kom inn í byrjunarliðið í stað Hardens, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar, og Jae‘Sean Tate var einnig öflugur með 13 stig, 10 stoðsendingar og fimm fráköst. 27 PTS, 15 REB from @Chriswood_5 helps the @HoustonRockets prevail against SAS! #Rockets pic.twitter.com/9IZjNXhE59— NBA (@NBA) January 15, 2021 Harden hálfpartinn kvaddi Houston í viðtali eftir tvo tapleiki í röð gegn LA Lakers á þriðjudaginn, með þeim orðum að liðið væri einfaldlega ekki nógu gott og ekki væri hægt að laga það. Samherjar hans nýttu fyrsta tækifæri til að sýna að eitthvað væri þó í liðið spunnið, en Houston er samt næstneðst í vesturdeildinni með 4 sigra og 6 töp. Jokic með þrennu og Denver upp að hlið Golden State Nikola Jokic skoraði 18 af 23 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Denver Nuggets unnu tíu stiga sigur á Golden State Warriors, 114-104. Liðin eru þar með jöfn að stigum ásamt San Antonio um miðja vesturdeildina með 50% sigurhlutfall eftir 12 leiki. Jokic skoraði ekki bara 23 stig heldur tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, og náði þar með sinni 46. þrennu á ferlinum. Stephen Curry setti niður 14 af 23 skotum sínum og skoraði 35 stig. Hann er nú 15 þriggja stiga körfum frá því að jafna við Reggie Miller í 2. sæti yfir flesta þrista í sögu deildarinnar. Miller setti niður 2.560 þrista á sínum ferli. Ray Allen er efstur með 2.973 þrista. Úrslit næturinnar: Philadelphia 125 – 108 Miami Toronto 111 – 108 Charlotte San Antonio 105 – 109 Houston Denver 114 – 104 Golden State Portland 87 – 111 Indiana NBA Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Harden hefur verið aðalmaðurinn í Houston um árabil og stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Nú er komið að öðrum að láta ljós sitt skína hjá liðinu og Houston vann 109-105 sigur gegn San Antonio Spurs. Christian Wood var atkvæðamestur hjá Houston með 27 stig og 15 fráköst. Sterling Brown, sem kom inn í byrjunarliðið í stað Hardens, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar, og Jae‘Sean Tate var einnig öflugur með 13 stig, 10 stoðsendingar og fimm fráköst. 27 PTS, 15 REB from @Chriswood_5 helps the @HoustonRockets prevail against SAS! #Rockets pic.twitter.com/9IZjNXhE59— NBA (@NBA) January 15, 2021 Harden hálfpartinn kvaddi Houston í viðtali eftir tvo tapleiki í röð gegn LA Lakers á þriðjudaginn, með þeim orðum að liðið væri einfaldlega ekki nógu gott og ekki væri hægt að laga það. Samherjar hans nýttu fyrsta tækifæri til að sýna að eitthvað væri þó í liðið spunnið, en Houston er samt næstneðst í vesturdeildinni með 4 sigra og 6 töp. Jokic með þrennu og Denver upp að hlið Golden State Nikola Jokic skoraði 18 af 23 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Denver Nuggets unnu tíu stiga sigur á Golden State Warriors, 114-104. Liðin eru þar með jöfn að stigum ásamt San Antonio um miðja vesturdeildina með 50% sigurhlutfall eftir 12 leiki. Jokic skoraði ekki bara 23 stig heldur tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, og náði þar með sinni 46. þrennu á ferlinum. Stephen Curry setti niður 14 af 23 skotum sínum og skoraði 35 stig. Hann er nú 15 þriggja stiga körfum frá því að jafna við Reggie Miller í 2. sæti yfir flesta þrista í sögu deildarinnar. Miller setti niður 2.560 þrista á sínum ferli. Ray Allen er efstur með 2.973 þrista. Úrslit næturinnar: Philadelphia 125 – 108 Miami Toronto 111 – 108 Charlotte San Antonio 105 – 109 Houston Denver 114 – 104 Golden State Portland 87 – 111 Indiana
Philadelphia 125 – 108 Miami Toronto 111 – 108 Charlotte San Antonio 105 – 109 Houston Denver 114 – 104 Golden State Portland 87 – 111 Indiana
NBA Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira